Sunnudagur 29. desember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Líkamsleifar Émile litla loksins fundnar í Ölpunum: „Þetta er enginn léttir, sorgin er óendanleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkamsleifar sem tilheyra litlum frönskum dreng sem hvarf sporlaust fyrir átta mánuðum fundust í gær í Ölpunum.

Beinafundurinn

Göngufólk uppgötvaði bein hins tveggja ára gamla Émile Soleil skammt frá einangruðu heimili fjölskyldu hans, þaðan sem hann hvarf á síðasta ári. Heimildarmaður sagði í samtali við MailOnline að aðeins hluti af líkinu hafi fundist, þar sem nokkur bein og höfuðkúpa hafi verið endurheimt.

Beinafundinum hræðilega hefur nú verið lýst sem lykilatriði í glæparannsókn sem hefur rannsóknarlögreglan hefur átt í erfiðleikum frá því hún hóf gríðarmikla leit í hinu fallega fjallaþorpi Le Haut Vernet í Alpes-de-Haute-héraðinu þann 8. júlí síðastliðinn.

Í yfirlýsingu sem ríkissaksóknari í Aix-en-héraði sendi frá sér í dag segir að „erfðafræðileg greining auðkenni“ beinin sem bein úr Èmile. Þá kom fram að „glæpafræðileg greining“ væri einnig í gangi og að lögreglan væru að framkvæma „viðbótarrannsóknir“ á svæðinu þar sem beinin fundust.

Þann 27. mars lokaði lögreglan þorpinu fyrir alla nema rannsakendur og íbúa en takmarkanir eru enn í gildi þar sem lögreglan aflar frekari upplýsinga um líkamsleifarnar sem fundust í dag. Dánarorsök hefur ekki enn verið staðfest.

- Auglýsing -

Heimildarmaður sagði eftirfarandi við MailOnline: „Verið er að greina þær, ásamt beinum hans, til að reyna að komast að dánarorsökinni. Allar tennur hins látna hafa einnig fundist en sumir partar líkamans vantar. Flygildi og leitarhundar eru að fara yfir allt svæðið í sveitinni til að reyna að finna fleira. Það er möguleiki á á villidýr hafi tekið parta af líkamanum, en allar kenningar eru skoðaðar.“

José Morale, borgarstjóri La Bouilladisse, bæjarins sem er nálægt Marseille þar sem fjölskylda Émile býr mestan hluta ársins, sagði: „Við munum gera okkar besta til að styðja þau. Fyrir foreldrana er þetta mjög flókið. Þetta er enginn léttir, sorgin er óendanleg, við erum öll miður okkar.“

Afinn

- Auglýsing -

Émile var formlega í umsjá afa síns, hr. Vedovini daginn sem hann hvarf, á meðan foreldrar hans tóku sér hlé. Vitni sá Vedovini, sem er sjúkraþjálfari og osteópati, höggva við fyrir utan húsið sitt um það leyti sem talið er að Émile hafi villst í burtu.

Fjölskylda Émile litla hefur ekki enn tjáð sig um beinafundinn en þau voru öll í páskamessu þegar þeim var sagt frá fundinum.

Vedovini er heittrúaður kaþólikki sem gaf upp köllun til að verða munkur svo hann gæti gifst konu sinni, Anne Vedovini. Ólu þau upp 10 börn, þar á meðal móður Émile, sem ber heitið Marie Soleil, eftir að hafa gifst hinum 26 ára Colomban Soleil, föður Émile.

Í síðustu viku sögðu fjöldi franskra fréttamiðla, þar á meðal Le Parisien og hið mjög svo virta rannsóknarblað Le Canard enchaîné [Hlekkjaða öndin] frá óhugnanlegum nýjum upplýsingum um Vedovini. „Það er umfram allt fortíð hans sem vekur spurningar,“ var skrifað í Le Parisien, þar sem smáatriðum um kynferðismisnotkunarhneyksli í rómversk-kaþólskum skóla á tíunda áratugnum var lýst. Blaðið staðfesti einnig að Vedovini, sem neitar sök og var ekki ákærður fyrir neitt brot í kjölfar barnamisnotkunarrannsóknarinnar, „hafi vakið athygli lögreglunnar og er einn af mörgum sem hún skoðar.“

Vedovini var í munkaþjálfun þegar hann vann hjá Riaumont, kaþólsku samfélagi sem heldur úti heimavistarskóla fyrir vandræðaunglinga í Norður-Frakklandi. Heimavistaskólinn er staðsettur í Liévin, í Pas-de-Calais, og var rekinn af Benediktsmunkum sem fengu margar kvartanir frá fyrrverandi nemendum á árunum 2014 til 2017. Þeir sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nauðgunum, snemma á tíunda áratug síðustu aldar, auk reglulegra  barsmíða. Vedovini, sem var þekktur sem bróðir Philippe þegar hann starfaði við skólann á árunum 1991 til 1994, var bendlaður við rannsóknina sem „aðstoðarvitni“ (e. assisted witness).

Öfga-hægrið

Þá hefur öfga-hægri stjórnmálaskoðanir fjölskyldunnar einnig verið skoðaðar af lögreglunni. Faðir Émile var handtekinn árið 2018 fyrir að ráðast á útlendinga. Eftir að hafa lofað að halda friðinn var honum sleppt án dóms. Á þeim tíma var Soleil aktívisti tengdur Action Francaise, öfgahægri þjóðernis- og konungshyggjuhópnum, auk nýfasistaflokknum Bastion Social. Þremur árum síðar, árið 2021, voru Soleil og eiginkona hans bæði frambjóðendur til sveitarstjórnarkosninga á Marseille-svæðinu og studdu endurheimtuflokk Éric Zemmour, dæmds kynþáttahatara og íslamófóba sem sem bauð sig fram til embættis forseta Frakklands á síðasta ári. Kosningaslagorð þeirra á þeim tíma ýjuðu að því þau væru „vinir Éric Zemmour“ sem vildi „hreinsa út kerfið“.

Rémy Avon, aðalsaksóknarinn sem stýrir réttarrannsókninni á hvarfi Émile, sagði að verið væri að skoða möguleikana á því hvort Émile hefði verið myrtur, rænt eða lent í slysi. Hann staðfesti að heimili foreldra Émile, í bænum La Bouilladisse í suðurhluta Marseille, hafi verið rannsakað í júlí, en einnig hafi verið farið inn á heimili ömmu og afa Émile í nágrenninu og í Ölpunum og það rannsakað.

Málið þykir minna á BBC þáttaröðina The Missing, þar sem ungur drengur hverfur á meðan hann er í fríi með fjölskyldu sinni í Frakklandi, en hann átti að hafa látist eftir að keyrt var á hann þegar hann elti ref.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -