Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Líkamsleifar Miu fundust í skóglendi – Tveir menn ákærðir fyrir morðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Norður Jótlandi hefur fundið líkamsleifar í skóglendi sem taldar eru tilheyra Miu Skadhauge Stevn, 22 ára konu sem hefur verið týnd síðan síðastliðinn sunnudagsmorgun. Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir morðið á Miu.

Sjá einnig: Tveir menn handteknir vegna hvarfs ungrar konu – Mia sást fara upp í bíl aðfaranótt sunnudags

Mia sást síðast á öryggismyndavélum fara upp í dökkan bíl. Sá bíll er að öllum líkindum fundinn en lögreglan hefur lagt hald á Volkswagen Polo sem talinn er vera téður bíll. Líkamsleifar sem taldar eru tilheyra Miu fundust í gærkvöldi í skóglendi en unnið er að því að rannsaka leifarnar frekar.

Bíllinn sem talinn er tengjast málinu.
Ljósmynd: tv2.dk skjámynd

Mennirnir sem ákærðir eru fyrir morðið eru báðir 36 ára og íbúar í Norður Jótlandi. Annar þeirra hefur verið settur í gæsluvarðhald til 10 mars en hinum hefur verið sleppt. Saksóknarinn í málinu hefur áfrýjað þeirri ákvörðun og þarf hæstiréttur að taka afstöðu til málsins. Þeir neita báðir sekt í málinu.

Ekki er vitað hvernig Mia var myrt né hvers vegna hún fór upp í bílinn en lögreglan telur mögulegt að hún hafi ætlað að fá far hjá svokölluðum skutlurum, sem eru einhversskonar óopinberir leigubílstjórar.

Hægt er að lesa um málið á síðu tv2.dk

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -