Forsætisráðherra Stóra-Bretlands, Liz Truss, hefur sagt af sér.
Truss tók við sem forsætisráðherra þann 5. september síðastliðinn; tók við af Boris Johnson sem sagði einnig af sér embætti.
Embættistíð Truss var ekki löng; einungis 45 dagar; er hún því sá forsætisráðherra sem gegnt hefur embættinu styst.
Tilkynning Truss kom eftir fund hennar við Graham Brady, sem er formaður 1922 nefndarinnar, sem samanstendur af meðlimum Íhaldsflokksins; sér til dæmis um val á nýjum leiðtoga.
„Miðað við ástandið get ég ekki fylgt umboðinu sem fylgir því að ég var kosin af Íhaldsflokknum; ég hef rætt við konunginn, tilkynnt honum að ég sé að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins.“
Leiðtogakjör verður haldið í næstu viku og „Þetta mun tryggja að við höldum áfram og reynum að skila fjármálaáætlun okkar og viðhalda efnahagslegum stöðugleika sem og þjóðaröryggis lands okkar,“ sagði Truss eftir afsögnina, en hún mun halda áfram sem forsætisráðherra þar til eftirmaður hennar verður valinn, og búist er við því mjög fljótlega.