Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Liz Truss segir af sér eftir einungis 45 daga í embætti: Stysta valdatíð í sögu landsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

For­­sætis­ráð­herra Stóra-Bret­lands, Liz Truss, hefur sagt af sér.

Truss tók við sem for­­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber síðast­liðinn; tók við af Boris John­son sem sagði einnig af sér em­bætti.

Boris Johnson.

Em­bættis­tíð Truss var ekki löng; einungis 45 dagar; er hún því sá for­sætis­ráð­herra sem gegnt hefur em­bættinu styst.

Til­kynning Truss kom eftir fund hennar við Graham Brady, sem er formaður 1922 nefndarinnar, sem samanstendur af með­limum Í­halds­flokksins; sér til dæmis um val á nýjum leið­toga.

Truss sagði í af­sagnar­ræðu sinni hafa starfað með von í brjósti um lág­skatta hag­kerfi sem myndi nýta sér frelsi Brexit.
Karl III.

„Miðað við á­standið get ég ekki fylgt um­boðinu sem fylgir því að ég var kosin af Í­halds­flokknum; ég hef rætt við konunginn, til­kynnt honum að ég sé að hætta sem leið­togi        Í­halds­flokksins.“

Leið­toga­kjör verður haldið í næstu viku og „Þetta mun tryggja að við höldum á­fram og reynum að skila fjár­mála­á­ætlun okkar og við­halda efna­hags­legum stöðug­leika sem og þjóðar­öryggis lands okkar,“ sagði Truss eftir afsögnina, en hún mun halda áfram sem      for­sætis­ráð­herra þar til eftir­maður hennar verður valinn, og búist er við því mjög fljótlega.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -