Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ljón gengur laust í Þýskalandi: Leit stendur yfir í Berlín en dýrið slapp ekki úr dýragarði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúum í bænum Kleinmachnow í útjaðri Berlínar hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra eftir að lögreglu barst tilkynning um að ljón hefði sést á svæðinu.

Lögreglan í bænum telur að myndband sem birt var á Twitter sé ósvikið og sýni dýrið í skógi vöxnu svæði í íbúabyggð í bænum.

Það undarlega er að engir dýragarðar, hringleikahús eða viðlíka aðilar á svæðinu hafa tilkynnt um að slík dýr hafi sloppið frá þeim.

Bæjarstjóri Kleinmachnow, Michael Grubert, segir að ekki sé búið að staðfesta upprunalegu tilkynninguna sem barst lögreglu en síðan þá hefur einn lögreglumaður viðriðinn leitina séð til dýrsins.

Yfirvöld hvetja íbúa til að halda ró sinni en sleppa því að hjóla eða skokka í skógum á svæðinu.

- Auglýsing -

Leit að dýrinu stendur í suðvestur hluta Berlínar en málið er allt hið undarlegasta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -