Íbúum í bænum Kleinmachnow í útjaðri Berlínar hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra eftir að lögreglu barst tilkynning um að ljón hefði sést á svæðinu.
Lögreglan í bænum telur að myndband sem birt var á Twitter sé ósvikið og sýni dýrið í skógi vöxnu svæði í íbúabyggð í bænum.
#löwe in #kleinmachnow @polizeiberlin sucht aber findet nicht pic.twitter.com/hZmIcNZK7j
— deer BSC (@lqzze1) July 20, 2023
Það undarlega er að engir dýragarðar, hringleikahús eða viðlíka aðilar á svæðinu hafa tilkynnt um að slík dýr hafi sloppið frá þeim.
Bæjarstjóri Kleinmachnow, Michael Grubert, segir að ekki sé búið að staðfesta upprunalegu tilkynninguna sem barst lögreglu en síðan þá hefur einn lögreglumaður viðriðinn leitina séð til dýrsins.
Yfirvöld hvetja íbúa til að halda ró sinni en sleppa því að hjóla eða skokka í skógum á svæðinu.
Leit að dýrinu stendur í suðvestur hluta Berlínar en málið er allt hið undarlegasta.