Logandi eldhnöttur skall í sjó á milli Tenerife og Gran Canaria eyjarinnar í Kanaríeyjaklasanum, einum vinsælasta áfangastað íslenskra ferðalanga. Loftsteinninn flaug með ógnarhraða yfir Tenerife um miðjan dag í gær. „Gluggarnir og gluggaskermanir skulfu rosalega,“ sagði einn hinna skelfdu ferðalanga á Kanaríeyjum sem hringdi inn til kanarísku neyðarlínunnar.
Staðarmiðlar greina frá því að mikil skelfing hafi gripið um sig meðal eyjaskeggja og hinna fjölmörgu ferðamanna sem njóta lífsins á eyjunum kanarísku. Hávaðinn þegar loftsteinninn logandi þaut eins og elding yfir eyjarnir hafi verið líkt og öskur. Þegar steinninn skall svo í sjóinn, um klukkan 15.16 í gær, urðu margir eyjaskeggjar furðu lostnir.
Vísindamenn hafa staðfest að um loftsteinn hafi verið að ræða og talið að hann hafi verið metri á lengdinni og nokkur tonn að þyngd. Áður hafa loftsteinar fallið í sjó nærri eyjunum en enginn af þeirri stærðargráðu líkt og í gær. Engar fregnir hafa borist af slysum eða eignatjóni.