Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Lögmaður dæmdur sekur um morð á eiginkonu sinni og syni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt dæmdur sekur um að hafa orðið syni sínum og eiginkonu að bana í þeim tilgangi að draga athygli frá milljóna dala efnahagsbrotum sínum. Í frétt BBC segir að kviðdómur hafi komist að niðurstöða á innan við þremur klukkustundum en réttarhöld hafa farið fram í Suður-Karólínu síðastliðnar sex vikur. Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul Murdaugh, 22 ára, voru skotin til bana þann 7.júní 2021, á lóð fjölskyldunnar í Bandaríkjunum.

Alex neitaði sök í málinu

Alex Murdaugh hafði samband við neyðarlínuna síðar um kvöldið og sagðist hafa komið að mæðginunum látnum við hundabúr á lóð þeirra. Þá sagðist hann hafa verið í heimsókn hjá móður sinni sem er með elliglöp. Maggie var skotin fjórum sinnum með riffli  en Paul var skotinn tvisvar sinnum með haglabyssu. Lögregla rannsakaði málið en enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár. Alex var að lokum ákærður rúmu ári eftir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að Alex væri sekur um morðin en málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. Alex neitaði fyrir dómi að hafa banað eiginkonu og syni en játaði fjársvikin. Þá kom fram að hann hafði um árabil svikið fé frá viðskiptavinum og samstarfsmönnum sínum til þess að viðhalda eyðslusemi og verkjalyfjafíkn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -