Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Lögregla fann tæplega 50 lík í flutningabíl – Fjögur börn voru enn á lífi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hið minnsta 46 mannst fundust látnir í yfirgefnum flutningabíl rétt fyrir utan San Antonio í Texas í gær. Fréttamiðillinn Sky News fjallaði um málið en líklegt þykir að fólkið hafi verið hælisleitendur. Enn voru sextán manns á lífi þegar lögregla opnaði bílinn, þar af voru fjögur börn. Fólkið var flutt á spítala til aðhlynningar vegna ofþornunar.

Mikið er um smygl á fólki á svæðinu en eru um 250 kílómetrar frá Mexíkó að landamærum Bandaríkjanna. Ekkert loftræstikerfi var í flutningabílnum og enginn hafði vatn meðferðis. Hitinn á svæðinu er gríðarlegur þessa dagana en fór hann upp í tæpar 40 gráður í gær. Enn er óljóst hvert þjóðerni þeirra látnu er en að minnsta kosti tveir voru frá Guatemala. Fólkið er talið hafa dáið úr hita og ofþornun og hefur lögregla handtekið þrjá vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -