Lögreglan í Liverpool hafi ráðist í 30 handtökur síðasta sólarhringinn í herferð sinni gegn skipulögðum glæpum. Herferðina hóf lögreglan í kjölfar morðsins á hinni níu ára gömlu Olivia Pratt-Korbel.

Lögreglan í Merseyside í Liverpool segist hafa gert 32 handtökur, 66 sinnum stoppað og leitað á fólki, fengið 11 leiterheimildir og lagt halda á átta bifreiðar. Hóf lögreglan herför gegn skipulögðum glæpum í kjölfar morðs á hinni níu ára Oliviu Pratt-Korbel fyrir viku síðan. Alls hafa 202 manneskju verið handteknar í aðgerðum gegn gengjum í borginni. BBC sagði frá málinu.
Tveir voru handteknir grunaðir um morðið á Oliviu en þeir voru látnir lausir gegn tryggingu á laugardaginn.
Sjá einnig: Morðingi Olivu litlu mögulega fundinn – Lögreglan handtók 36 ára mann eftir vopnaða aðgerð
Stúlkan var skotin til bana eftir að byssumaður elti mann inn á heimili hennar og móður hennar, Cheryl og hleypti af nokkrum skotum. Eitt þeirra hæfði Oliviu í bringuna og varð henni að bana. Móðirin og upprunalega skotmarkið, smákrimminn Joseph Nee, særðust en lifðu af.

Ian Byrne, þingmaður Verkamannaflokksins fyrir Liverpool West Derby svæðið, sagði BBC North West Today að morðið á stúlkunni hafi verið „hræðilegt og tilgangslaust.“ Bætti hann við: „Hjörtu okkar allra slær með fjölskyldunni.“
Morðið á Oliviu var það fjórða á viku á Merseyside-umdæminu. Sam Rimmer, 22 ára, var skotinn í Dingle þann 16 ágúst en Ashley Dale, 28 ára, fannst látin í bakgarði heimilis síns í Old Swan, snemma morguns 21 ágúst. Hún hafði verið skotin til bana. Þá var hin 55 ára Karen Dempsey stungin á bílastæði bars í Kirkby þann 22. ágúst. Hún lést á spítala.
