Audrey Elizabeth Hale er nafn þess sem skaut sex einstaklinga til bana í skóla Nashville í Bandaríkjunum í gær, þar af þrjú níu ára börn. Upptaka úr öryggismyndavélum skólans hefur nú verið birt opinberlega.
Audrey, sem er 28 ára transmaður, var fyrrverandi nemandi við skólann sem er kristinn einkaskóli í Tennessee. Mætti hann í skólann vopnaður þremur byssum og skaut til bana sex manneskjur, þar af þrjú börn.
Í myndskeiðinu sem hefur nú verið birt, sést hann skjóta sér leið inn í skólann og labba í rólegheitunum eftir göngum skólans, haldandi á hríðskotarifli. Lögreglan skaut Audrey að lokum til bana og stöðvaði blóðbaðið.
Nöfn hinna látnu eru: Evelyn Dieckhaus, William Kinney, and Hallie Scruggs, níu ára nemendur skólans, Cynthia Peak, 61 árs forfallakennari, Mike Hill, 61 árs húsvörður og Dr. Katherine Koonce, 60 ára skólastjóri skólans
Hægt er að horfa á myndskeiðið sem lögreglan í Nashville, Tennessee birti en lesendur eru varaðir við, það er ekki fyrir viðkvæma.