Mánudagur 23. desember, 2024
-0 C
Reykjavik

Lögreglan í Portúgal leitar líkamsleifa Madeleine – Fulltrúar bera fjölda poka burt eftir uppgröft

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Portúgal hefur í dag leitað að mögulegum líkamsleifum Madeleine McCann, sem hvarf fyrir 16 árum í fjölskyldufríi í landinu. Nýjar vísbendingar leiddi lögregluna á svæðið.

Talsverður fjöldi lögreglumanna hafa sést grafa og leita á svæði nálægt lóni við Arade-stífluna, um 48 kílómetrum frá Praia da Luz, þar sem hin þriggja ára Madeleine sást síðast á lífi árið 2007. Mirror fjallar um málið.

Leitarflokkar hafa leitað á bátum og notað hunda til að leita á svæðinu. Þýskir saksóknarar gáfu út tilkynningu í dag þar sem þeir staðfestu að þeir væru að vinna með lögregluyfirvöldum í Portúgal með hjálp alríkislögreglu Þýskalands.

Í tilkynningunni segir: „Sem hluti af rannsókn á máli Madeleine McCann eru nú í gangi ráðstafanir sem tengjast glæpaferlinu sem á sér stað í Portúgal. Frekari upplýsingar um ástæðuna verða ekki gefnar að svo stöddu.“

Þýsk yfirvöld eru viðriðin málið vegna rannsóknar á þýskur þegn, hinum dæmda kynferðisglæpamanni Christian Brueckner, í tengslum við hvarf Madeleine. Hann situr inni í þýsku fangelsi fyrir nauðgun sem hann framdi árið 2005. Ótengt þeim glæp, er hann grunaður um að hafa myrt Madeleine en hefur ekki verið ákærður.

Portúgalskir fjölmiðlar á svæðinu hafa fengið það staðfest, að hluta til í gegnum lögregluna, að ástæðan fyrir því að leitað sé við lónið sé sú að þýska lögreglan hafi fundið myndskeið og ljósmyndir af Brueckner við grunaðan grafarstað.

- Auglýsing -

Um hádegisbil að staðartíma, sáust yfir 20 lögreglumenn grafa við hlið lónsins. Fjöldi poka voru teknir af svæðinu, samkvæmt BBC. Það er hins vegar ekki ljóst hvað þeir innihéldu.

Lögreglumenn með einn pokann.
Ljósmynd: Phil Harris

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -