Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Lögreglan kembir á í leit að konu sem týndist fyrir 17 árum – Einn maður handtekinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Leicester hefur hafið leit í á og handtekið mann í tengslum við hvarf konu fyrir 17 árum.

Malgorzata Wnuczek sást síðast taka strætisvagn í miðbæ Leicester-borgar þann 31. maí árið 2006. Í dag, nærri tveimur áratugum síðar, var 39 ára karlmaður handtekinn á stór Manchester-svæðinu. Mirror segir frá málinu.

Malgorzata var 27 er hún hvarf en hún hefur ekki verið í sambandi við fjölskyldu sína síðan.

Lögreglufulltrúar hafa sagt að enn sé „á huldu hvar hún er“ en að sérfræðingar séu nú að leita í ánni Soar í Leicester. Hinn grunaði er grunaður um að hafa aðstoðað afbrotamann og hindra framgang réttvísinnar.

Talsmaður lögreglunnar í Leicester sagði í dag: „Síðast er fjölskylda Malgorzata, sem kallaði hana Gosia, heyrði frá henni var í gegnum skilaboð þann 29. mars árið 2006. Þrátt fyrir enduráfrýjun bæði lögreglunnar og ástvina hennar árið 2016, 10 árum eftir að hún týndist, var ekki enn vitað hvar hún væri niðurkomin. Fulltrúar í sérsveit East Midland hefur haldið áframhaldandi samstarfi við lögreglu í heimalandi Malgorzata, Póllandi og í dag er verið að framkvæma leit í ánni Soar, á svæðinu í kringum Mill Lane brúnna. Þá hefur 39 ára karlmaður verið handtekinn á stór-Manchester svæðinu vegna gruns um aðstoð við afbrotamann og fyrir hindrun réttvísinnar.“

Lögreglan biður nú til pólska samfélagsins, sem gæti vitað eitthvað, um hjálp. Malgorzata kom fyrst til Leicester frá Póllandi árið 2005 með þáverandi eiginmanni sínum og tveggja ára dóttur þeirra, Alexsöndru, sem kölluð er Ola. Hún hélt reglubundnu sambandi við ættingja sína heima, þar á meðal foreldra sína, þau Ryszard og Bozena Smolka, sem kölluð var Gosia.

- Auglýsing -

En í maí 2006, hafði Magorzata ekki samband við fjölskylduna í nokkra mánuði, sem varð til þess að fjölskyldan tilkynnti að hún væri týnd. lögreglan í Leicester var gert viðvart nokkrum mánuðum síðar og tilkynntu opinberlega að móðirin, sem vann hjá flutningsfyrirtæki, væri týnd.

Rannsókn lögreglunnar hefur verið stór frá upphafi en lögreglan hefur skráð niður yfir 2000 möguleg vitni í málinu, rannsakað yfir 2500 ábendingar og tekið niður yfir 100 vitnisburði, án árangurs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -