Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Lögreglan skaut hund sem réðst á eiganda sinn: „Var með mjög saklaust andlit“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundur með „lítið og saklaust andlit“ var skotinn til bana af lögreglunni, stuttu eftir að hann hafði gert grimmilega árás á tvo menn.

Zeus, sem er af tegundinni XL Bully, sést í öryggismyndavél, sleifla ánægður skotti sínu og hoppa upp á afgreiðsluborð í sjoppu í Hamilton, Southlanarks-skíri, þar sem eigandi hans gaf honum hundakex. Hið sæta augnablik breyttist skyndilega og varð ansi blóðugt, þegar hundurinn réðist á eiganda sinn og annan mann sem staddur var í sjoppunni.

Eigandinn hlaut sár á útlimum en einhver fleygði til hans hníf svo hann gæti varið sig en Zeus hélt áfram árásinni. Vopnaðir lögreglumenn mættu á vettvang og skutu Zeus með rafbyssu. Við það pirraðist Zeus enn meira og hélt áfram að bíta frá sér og þegar hann miðaði tönnum sínum á lögregluna, skaut hún hann til bana.

Sjoppueigandinn, Numan Saifi, sagði við Daily Record að hann tryði vart að þetta hefði gerst. „Zeus var hér inni með eiganda sínum, rétt fyrir árásina. Ég trúi ekki að þetta hafi gerst. Hann virkaði rólegur og vingjarnlegur. Hundurinn kom í sjoppuna flesta daga og hegðaði sér alltaf vel. Hann hoppaði upp á afgreiðsluborðið til að fá hundanammið sitt og var með mjög saklaust andlit. Honum hafði verið bjargað nokkrum vikum áður eftir að hafa verið barinn og skilinn eftir. Þú sást alveg að það hafði verið farið illa með hann áður, því hann var allur úti í örum. Það er hörmulegt að þetta hafi gerst.“

Tveimur vikum fyrir árásina hafði hundinum verið bjargað frá Englandi og fluttur til Skotlands. Nýji eigandi hans var fluttur með flýti á Queen Elizabeth háskólasjúkrahúsið með alvarleg meiðst á útlimum. Ekki er vitað um ástand hans. Hinn maðurinn sem Zeus réðist á var fluttur á Hairmyres sjúkrahúsið, þar sem gert var að smávegilegum meiðslum hans.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -