Lögreglumenn í San Diego skutu mann til bana. Litlu mátti muna að lögreglumaðurinn Douglas Akers hafi verið skotinn við störf þegar hann og annar lögreglumaður nálguðust dráttarbíl sem Gene Stewart var í á bílastæði í San Diego í Kaliforníu í Bandaríkjunum en Stewart var grunaður um fíkniefnaafbrot. Hann var ásamt tveimur öðrum stöðvaður af lögreglu í öðrum bíl en lagði á flótta undan lögreglu og faldi sig í dráttarbílnum. Þegar lögreglan nálgaðist skaut hann á lögregluna og steig svo út úr bílnum. Í framhaldi þess var Stewart skotinn og lést svo af sárum sínum. Hinir tveir mennirnir voru þá komnir í hald lögreglu. Atvikið á sér stað í lokið september. Akers þurfti að leita á sjúkrahús eftir að gler skaust í hann þegar rúða bílsins var skotin.