Lögreglukona í Alabama hefur verið send í leyfi af yfirmönnum fyrir framgöngu sína í lögreglumáli sem náðist á myndband. Í myndbandinu er lögreglukonan að leita á manni í handjárnum og sýnir hann fullan samstarfsvilja og lætur hana vita að hann sé vopnaður skammbyssu. Á meðan leitinni stendur yfir svívirðir lögreglukonan manninn og skýtur hann í bakið með rafbyssu en maðurinn var handtekinn vegna gruns um fentanýlsölu.
Þegar maðurinn sýnir sársaukaviðbrögð og grætur segir lögreglukonan: „Viltu að ég geri þetta aftur? Haltu kjafti, tíkin þín.“. Málið er í rannsókn og hafa sumir sagt þetta vera kynþáttaníð og kallað eftir því konan verði rekin úr starfi.
Hægt er að sjá myndbandið hér.