Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Lögreglumaður drap tvo hunda með skömmu millibili – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumaðurinn Ethan Bock drap hunda með sex vikna millibili í vinnunni.

Óhætt er að segja að lögreglumaðurinn Ethan Bock sé ekki vinsæll hjá dýravinum í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum. Í júlí var Bock á vakt og keyrði á hund sem lék lausum hala í baksundi í Davenport og lést hundurinn samstundis. Eigandinn var að vitni að atvikinu og var ósáttur við lögreglumanninn og sagði hann ætti ekki að vera keyra þarna. Bock svaraði að eigandinn ætti að hafa hundinn í ól en baðst þó afsökunar á að hafa keyrt á hundinn

Eigandinn sagði í samtali við fjölmiðla að hann hafi verið úti með hundinn að pissa.

Sex vikum síðar skaut Bock svo hund en myndband af atvikinu var birt í gær af lögreglunni í Davenport. Bock hefur sagt að hann hafi verið hræddur við hundinn en hann hljóp geltandi og glefsandi að lögreglumanninum.

Don Hesseltine sagði við TMZ að Bock ætti að vera dæmdur í fangelsi fyrir að hafa myrt hundinn sinn. Hann sagði einnig að sonur sinn hafi verið vitni að atvikinu og hann sé harmi sleginn eftir að hafa séð hundinn drepinn og muni vera það til æviloka.

Eftir að hafa skoðað myndefni úr myndavélum telur lögreglan að Bock hafi ekki brotið af sér á neinn máta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -