Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lögreglumaður sem fylgdi Soffíu hertogaynju keyrði á 81 árs konu – Hún lést tveimur vikum síðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Soffía, hertogaynjan af Edinborg vottar samúð sína vegna andláts konu sem varð fyrir mótorhjóli sem fylgdi henni um götur Lundúna.

Lögreglumaður sem fylgdi hertogaynjunni á mótorhjóli, lenti á Helen Holland, 81 árs gömul, þann 10. maí síðastliðinn, á gatnamótum í Vestur Lundúnum. Hún lést þann 24. maí af sökum slyssins. Stuttu eftir andlátið tjáði Soffía, sem er gift Eðvarði prins, sig um hinn sorglega missi.

„Hertogaynjan af Edinborg er mjög sorgmædd að heyra að Helen Holland er látin,“ kom fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. „Hennar konunglega hátign sendir fjölskyldu fröken Holland sínar dýpstu samúðarkveðjur.“

Sonur Holland, Martin, sagði BBC að móðir hans hafi orðið fyrir „fjölda beinbrota og gríðarleg innri meiðsl“ við slysið og bætti við að hún hefði „barist fyrir lífi sínu í nærri tvær vikur en tapaði baráttunni í dag vegna óafturkræfs skaða á heila.“

Samkvæmt BBC var Holland frá Essex en hún var í Lundúnum til að heimsækja eldri systur sína.

Hin Óháða skrifstofa innra eftirlits lögreglunnar rannsakar áreksturinn.

- Auglýsing -

Lögreglustjórinn Richard Smith, sem gegnir hlutverki yfirmanns Konungslegs- og sérfræðiverndardeildar lögreglunnar í Lundúnum, sagði við BBC að „Starfsmenn innan lögreglunnar syrgja hinu sorglegu útkomu. Hugur þeirra er mjög svo með fjölskyldu konunnar og ástvinum.“

„Lögreglumenn vita að aðgerðir þeirra, bæði á vakt og utan, eru gagnrýndar og vegna aðkomu okkar að atvikinu hefur IOPC hafið óháða rannsókn á málinu. Við höldum áfram að aðstoða og styðja rannsóknina.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -