Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Lögreglumaður fundinn sekur um manndráp – Skaut 95 ára langömmu með rafbyssu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglumaður sem stuðaði 95 ára gamla heilabilaða langömmu til bana á hjúkrunarheimilinu þar sem hún bjó hefur verið fundinn sekur um manndráp af gáleysi.

Kristian White, sem er 34 ára, notaði vopn sitt, rafbyssu, á Clare Nowland eftir að hún fannst ráfandi um Yallambee Lodge umönnunarheimilið í bænum Cooma, bæ sem er um 275 km suður af Canberra í Ástralíu, 17. maí 2023. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang um klukkan fjögur um nótt í kjölfar frétta um að frú Nowland hefði gengið um heimilið með tvo steikarhnífa.

Hinn átakanlegur dauði frú Nowland vakti mikla reiði almennings, en hinn háttsetti lögregluþjónn, White hélt því fram að valdbeiting hans væri sanngjörn og hófleg í réttarhöldunum. Saksóknarar héldu því fram að engin hætta hafi stafað af frú Nowland fyrir lögreglumanninn og að „óþolinmóður“ White hefði haft umönnunarskyldu gangvart hinni öldruðu langömmu, sem vó aðeins 48 kg.

Þó hún hafi ekki verið opinberlega greind með heilabilun, hafði frú Nowland sýnt merki um vitræna hnignun mánuðum saman fyrir andlát sitt og hafði áður hegðað sér á árásargjarnan hátt gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum. Hún hafði á einum tímapunkti farið inn í herbergi annars heimilis á hjúkrunarheimilinu á meðan hún hélt á hnífunum, en hann sagði fyrir dómi að hann hafi ekki óttast um öryggi sitt.

Í öðru tilviki hafði hún kastað hníf að starfsmanni. Þegar hún fann langömmuna sagðist lögreglan hafa beðið hana ítrekað um að sleppa hníf sem hún hélt í hægri hönd og reynt að afvopna hana eftir að hafa klætt sig í þykka hanska. Upptökur voru sýndar í réttarsalnum, sem sýndu konuna nota göngugrindina sína til að færa sig einn metra, sem tók hana eina mínútu, áður en hún stoppaði til að lyfta hnífnum.

White ákvað þá að skjóta á konuna með rafbyssu eftir að hann hafði lyfti vopni sínu og beint því að henni og varað hana við, áður en hann sagði „skítt með það“ og tók í gikkinn. Nowland var enn í meira en metra fjarlægð frá lögreglumanninum en hún féll í gólfið eftir að hún var stuðuð, og fékk við fallið höfuðhögg sem olli banvænni blæðingu í heila.

- Auglýsing -

 

Lögreglumanninum þótti stafa ógn af hinni 95 ára langömmu.

Brett Hatfield, saksóknari krúnunnar, sagði við kviðdómendur: „Hverja gæti hún hafa sært á því augnabliki? Engan.“ Saksóknari hélt því fram að White hafi „ekki verið reiðubúinn að bíða lengur“ og því skotið á frú Nowland. Lögreglumaðurinn hélt því fram í skriflegri skýrslu að hann hefði notað rafbyssu sínu þar sem hann taldi „ofbeldisverknaður yfirvofandi“.

Lögreglumaðurinn sagðist einnig ekki hafa talið að hún myndi slasast illa og að dauði hennar hefði ollið því að hann væri „eyðilagður“ en verjendur hans vitnuðu í sönnunargögn frá sjúkraliðum og lögreglufélaga White, sem sögðust hafa fundist ógn stafa af hinni öldruðu langömu. Dómarar dæmdu White að lokum sekan um manndráp af gáleysi. Fjölskylda Nowland þakkaði þeim sem tóku þátt í málinu fyrir störf þeirra.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu frá lögfræðingi fjölskyldunnar segir: „Fjölskyldan mun taka nokkurn tíma að átta sig á þeirri staðfestingu kviðdómsins um að dauði Clare af hendi starfandi lögreglumanns í NSW hafi verið vegna glæpsamlegs og óréttlætanlegs athæfis.

Karen Webb, lögreglustjóri NSW, sagði að störf White hjá lögreglunni væri enn til skoðunar. Hún bætti við að rafbyssustefna og þjálfun lögreglusveitarinnar hefði einnig verið endurskoðuð, en þær reyndust viðeigandi.

„Dauði Clare Nowland er hræðilegur harmleikur … þetta hefði aldrei átt að gerast,“ sagði hún. White, sem er enn laus gegn tryggingu, mun hljóta dóm síðar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -