Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lögreglustjóri rekinn fyrir að biðja konu um nektarmyndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Giftur lögreglustjóri í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið rekinn eftir að hafa ítrekað beðið eiginkonu yfirmanns síns um að senda sér nektarmyndir á samfélagsmiðlum.

Maðurinn, Jon Clark, hafði starfað sem lögreglustjóri síðan 2021 en ákvað hann að hafa samband við eiginkonu yfirmanns síns, Chad Wilson, seint á síðasta ári. Hann sendi konunni skilaboð á Snapchat og óskaði eftir topplausum myndum en stuttu síðar sagði hún frá áreitinu. Jon fékk í kjölfarið uppsagnarbréf þar sem honum var tilkynnt að hegðun hans væri bæði ófyrirgefanleg og að hann hafi með þessu sett allan bæinn í hættu.

Clark hafði starfað í Mars Hill lögreglunni síðan 2016 og á hann þrjár dætur með eiginkonu sinni. Í uppsagnarbréfinu er hann einnig sagður hafa farið óvarlega með skotvopn og ekki fylgja reglum sem gilda.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -