Giftur lögreglustjóri í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið rekinn eftir að hafa ítrekað beðið eiginkonu yfirmanns síns um að senda sér nektarmyndir á samfélagsmiðlum.
Maðurinn, Jon Clark, hafði starfað sem lögreglustjóri síðan 2021 en ákvað hann að hafa samband við eiginkonu yfirmanns síns, Chad Wilson, seint á síðasta ári. Hann sendi konunni skilaboð á Snapchat og óskaði eftir topplausum myndum en stuttu síðar sagði hún frá áreitinu. Jon fékk í kjölfarið uppsagnarbréf þar sem honum var tilkynnt að hegðun hans væri bæði ófyrirgefanleg og að hann hafi með þessu sett allan bæinn í hættu.
Clark hafði starfað í Mars Hill lögreglunni síðan 2016 og á hann þrjár dætur með eiginkonu sinni. Í uppsagnarbréfinu er hann einnig sagður hafa farið óvarlega með skotvopn og ekki fylgja reglum sem gilda.