Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Love Island-stjarna látin aðeins 46 ára – Þjáðist af gríðarlegri rafrettufíkn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollyoaks og Love Island-stjarnan Paul Danan er látinn, 46 ára að aldri.

Umboðsskrifstofa Hollyoaks-stjörnunnar fyrrverandi staðfesti hinar sorglegu andlátsfréttir í yfirlýsingu. „Það er með sorg í hjarta sem við deilum hörmulegum fréttum af andláti @pauldanan sem var aðeins 46 ára gamall,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynningin hélt áfram: „Paul var þekktur fyrir nærveru sína í sjónvarpi, einstaka hæfileika og óbilandi góðvild, en hann var leiðarljós fyrir svo marga. Ótímabært andlát hans mun skilja eftir óbætanlegt tómarúm í lífi allra sem þekktu hann. Á þessum erfiða tíma biðjum við vinsamlegast um virðingu og friðhelgi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna Pauls. Engar frekari athugasemdir verða gerðar að svo stöddu.“

Andlátið varð aðeins mánuðum eftir að hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús og hann endurlífgaður eftir að hann fékk öndunarbilun sem stafaði af fíkn hans í rafrettur. Sjúkdómsgreining hans á þeim tíma var svo slæm að fjölskyldu hans hafði verið varað við því að „hann myndi mögulega ekki lifa þetta af“.

Í vikunni sem hann var á gjörgæslu í fyrra fékk hann lungnabólgu. Á þeim tíma kenndi hann margra ára reykingum sínum um heilsubaráttu sína.

Hann sagði: „Ég var á annarri hæðinni að nota rafrettuna mín, þegar ég skyndilega missti andann og féll í gólfið. Fjölskyldan mín hringdi á sjúkrabíl og byrjaði að gefa mér hjartahnoð, svo kom lögreglan og tók við áður en sjúkraliðar fluttu mig á sjúkrahús. Ég var tengdur við vél á gjörgæslu og endaði með lungnabólgu. Fjölskyldu minni hafði verið varað við um að ég myndi kannski ekki lifa þetta af. Ég er svo heppinn.“

- Auglýsing -

Sápuóperustjarnan sagði einnig frá því að læknar höfðu sagt honum hverjar nákvæmlega ástæðurnar væru fyrir því að hann væri í svo erfiðri stöðu. Hann sagði: „Læknirinn var svo harðorður við mig. Hún sagði mér: „Paul, þú veist ekki hversu alvarlegt þetta var og þú ætlar að vera hérna inni í smá stund núna með þetta súrefni“. Hún sagði ef ég reyki einhvern tímann aftur í einhverri mynd á ég á hættu að vera tengdur við súrefnistank seinna á ævinni. Hún sagði að nú væri kominn tími á að hætta.“

Síðasta samfélagsmiðlafærsla Pauls var dagsett fyrir viku síðan og var leikprufumyndband þar sem hann sótti um að leika Orsino í Tewlfth Night. Niðurbrotnir aðdáendur hans hafa margir hverjir minnst leikarans á samfélagsmiðlum. Einn skrifaði: „RIP félagi sofðu vel.“ Á meðan annar sagði: „Svo þrumulostinn. Ég vona að það sé ekki satt. RIP Paul. Hvers vegna eru svona margir ungir og líflegir einstaklingar að yfirgefa okkur svona fljótt?“

Sápuóperuleikarinn fyrrverandi, sem kom einnig fram í upprunalegu útgáfunni af Love Island árið 2005, hefur verið opinn um baráttu sína við fíkn í gegnum tíðina. Þegar hann ræddi við Liam Tuffs á The Dozen-hlaðvarpinu upplýsti hann hvernig hann var kynntur fyrir kókaíni 19 ára á fyrsta degi sínum á Hollyoaks.

- Auglýsing -

Hann sagði: „Daginn sem ég byrjaði þar, einhver, og ég ætla ekki að segja hver, rétti mér á kókaín og ég vissi í rauninni ekki mikið um kók og hann var bara: „velkominn“. Þetta var fyrsti dagurinn, fyrsti lesturinn, ég var ekki einu sinni búinn að taka neitt upp.“

Paul, sem er faðir níu ára sonarins Deniro, yfirgaf Hollyoaks árið 2001 til að hefja feril í Hollywood. Þrátt fyrir það var hann áfram fastur liður í raunveruleikasjónvarpskreðsunni.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -