Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Luigi Mangione ákærður fyrir eitt alræmdasta morð aldarinnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að ákæra hinn 26 ára gamla Luigi Mangione fyrir morðið á Brian Thompson, forstjóra sjúkratryggingafyrirtækis, en morðið átti sér stað í dagsbirtu á götum New York í síðustu viku.

Eftir að hafa myrt Thompson náði morðinginn að flýja af vettvangi og var Mangione handtekinn á McDonalds-stað í Pennsylvaníu í gær og hefur verið nú verið ákærður fyrir morðið. Í fórum hans fannst byssa, hljóðdeyfir, gríma, fölsuð skilríki og handskrifuð yfirlýsing. Talið er að hún innihaldi upplýsingar um af hverju hann myrti Thompson en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað stendur í þeirri yfirlýsingu.

Mangione er hámenntaður tölvunarfræðingur sem hefur starfað fyrir Firaxis Games, John Hopkins-háskólann og TrueCar.

Í bókadómi sem Mangione skrifaði á netið um Industrial Society and Its Future eftir Ted Kaczynski skrifaði hann:

„Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir.“

Ljóst er að nú þegar hefur Mangione stuðning margra í Bandaríkjunum miðað við viðbrögðin á internetinu við morðinu en fá fyrirtæki í þar í landi eru jafn óvinsæl og sjúkratryggingafyrirtæki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -