Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lukashenko slær á sögusagnir: „Wagner mun ekki gæta neinna kjarnorkuvopna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexander Lukashenko, einræðisherra Belarús, sagði á blaðamannafundi í dag að Wagner-liðar muni ekki koma nálægt kjarnorkuvopnum Rússa sem geymd eru í landinu.

Fram kemur í frétt Meduza að Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sem nú dvelur í Belarús og undirmenn hans komi ekki nálægt kjarnavopnum rússneska hersins sem geymd eru í landinu. Þetta sagði Alexander Lukashenko, forseti og einræðisherra landsins. Sagði hann að búið væri nú þegar að flytja „verulegan hluta“ kjarnorkuvopna til Belarús frá Rússlandi.

„Pólverjar og aðrir halda að Wanger muni gæta kjarnorkuvopnanna og svo framvegis. Wagner mun ekki gæta neinna kjarnorkuvopna,“ sagði Lukashenko. Bætti hann því við að „verulegur hluti kjarnorkuvopnanna hefur nú þegar verið fluttur til Belarús.“ Sagði hann að rússneskir sérfræðingar bæru ábyrgð á viðhaldi kjarnorkuvopnanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -