Bandaríska söng og leikkonan Macy Gray rauk út af sviðinu þegar í ljós að hún kæmist ekki áfram í þættinum The Masked Singer sem sýndur var í gær.
The Masked Singer gengur út á að þekktir söngvarar dulbúa sig með furðulegum búningum og taka lagið fyrir framan áhorfendur og dómnefnd. Einn er svo kosinn út í lok hvers þáttar uns einn sigurvegari stendur eftir. Vanalega þarf sá sem kosinn er út að taka af sér grímuna svo áhorfendur og dómarar sjái hver var þar á bakvið. En Macy Gray, sem má muna sinn fífil fegurri en hún var sannkölluð stórstjarna á árum áður, var ekki á þeim buxunum að hanga mínútu lengur á sviðinu, heldur rauk hún beinustu leið af því.
Kynnir þáttarins stóð vandræðalegur eftir á sviðinu og vissi ekki hvað hann ætti að segja. Það sama má segja um dómnefndina en eftir klukkutíma töf, tókst að koma söngkonunni aftur á sviðið. Þar var tekið stutt viðtal við hana um þátttökuna og var það greinilegt á andliti Gray að hún hafði lítinn áhuga á að vera á sviðinu. Aðspurð hvort það hafi ekki verið óþægilegt að syngja í gervi körtu í holu (e. Toad in a hole – breskur pylsuréttur), svaraði Macy: „Ég hef verið í þessum bransa í mörg ár og nú er ég karta.“
Hér má sjá myndskeið þar sem fjallað er um atvikið: