Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Maður gekk berserksgang með hamar á flugvelli – MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferðalangur missti stjórn á skapi sínu á flugvelli.

Maður sem var á leið frá Síle til Haíti á mánudaginn var missti algjörlega stjórn á sér á Nuevo Pudahuel flugvelli í Santiago, höfuðborg Síle, en hann átti að millilenda í Miami í Bandaríkjunum. 

Farþeginn var að reyna skrá sig í flug hjá American Airlines flugfélaginu þegar kom í ljós að hann að hann hafði keypt falsaðan flugmiða og var ekki leyft að skrá sig í flugið. Maðurinn, sem vinnur sem verktaki í byggingariðnaðinum, tók þá upp hamar sem hann var með í tösku og byrjaði að brjóta allt og bramla og er talið að hann hafi valdið skemmdum upp á rúmar 3 milljónir króna. Hann er þó ekki sagður hafa ógnað öðrum á flugvellinum með hamrinum.

Hann var handtekinn stuttu eftir atvikið og bíður nú ákæru vegna málsins. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -