Ferðalangur missti stjórn á skapi sínu á flugvelli.
Maður sem var á leið frá Síle til Haíti á mánudaginn var missti algjörlega stjórn á sér á Nuevo Pudahuel flugvelli í Santiago, höfuðborg Síle, en hann átti að millilenda í Miami í Bandaríkjunum.
Farþeginn var að reyna skrá sig í flug hjá American Airlines flugfélaginu þegar kom í ljós að hann að hann hafði keypt falsaðan flugmiða og var ekki leyft að skrá sig í flugið. Maðurinn, sem vinnur sem verktaki í byggingariðnaðinum, tók þá upp hamar sem hann var með í tösku og byrjaði að brjóta allt og bramla og er talið að hann hafi valdið skemmdum upp á rúmar 3 milljónir króna. Hann er þó ekki sagður hafa ógnað öðrum á flugvellinum með hamrinum.
Hann var handtekinn stuttu eftir atvikið og bíður nú ákæru vegna málsins.