Hinn 35 ára gamli Willio Petioma var handtekinn á mánudaginn fyrir að hafa rænt bíl, barni, ketti og krítarkorti konu í Flórída í seinustu viku. Móðir barnsins hafði lent í árekstri og var að afgreiða það mál með öðrum ökumanni þegar Petioma stökk inn í bíl hennar og keyrði í burtu. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri með þriggja ára gamalt barn í bílnum stoppaði hann bílinn og fjarlægði barnið úr bílnum og setti á gangstétt. Hann yfirgaf bílinn svo einhverju síðar og notaði krítarkort konunnar til að kaupa ýmsa hluti í sjoppu. Barnið og köttinn sakaði ekki en Petimoa hefur verið ákærður fyrir ýmsa glæpi meðal annars ránið á barninu.