Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Maðurinn á bak við stóra kjólamálið reyndi að kyrkja eiginkonu sína: „Einhver mun deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem átti stóran þátt í að starta alþjóðlegt rifrildi sem kallað var „Kjólinn sem braut internetið“ situr nú á bak við lás og slá eftir að hafa játað að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína.

Samkvæmt The Guardian játaði Keir Johnson, 38 ára, sig sekan um að stofna lífi eiginkonu sinnar í hættu á fimmtudag, fyrir rétti í Glasgow, þar sem hann viðurkenndi að hafa reynt að kyrkja eiginkonu sína, Grace, sem lifði árásina af. Fréttastofan greinir frá því að Keir muni sitja á bak við lás og slá þar til hann hlýtur dóm þann 6. júní.

Saksóknarar segja að Grace hafi lifað í ótta í nokkurn tíma, en hið skelfilega ástand hafi náð suðumarki í mars 2022, þegar hjónin – sem bjuggu á afskekktri eyju undan Skotlandi – rifust eftir að Grace fór í starfsviðtal á meginlandinu.

Grace sagði yfirvöldum að hún óttaðist um líf sitt eftir að Keir á að hafa hótað henni og sagt: „Einhver mun deyja.“ Hið alvarlega ástand reyndist enn alvarlegra vegna þess að Grace sagði að „engin varanleg lögregla væri á eyjunni“.

Saksóknarar segja að Grace hafi á endanum ferðast til meginlandsins og farið í atvinnuviðtalið. Eftir að hún kom heim nokkrum dögum síðar sagði Keir henni að hann væri að fara frá henni. Í kjölfarið hófst rifrildi, sem að lokum endaði fyrir utan heimili þeirra, og það var þar sem saksóknarar segja að Keir hafi „haldið henni við jörðina og sett bæði hnén á handleggi hennar svo hún gat ekki hreyft sig.“ Hann hafi síðan „byrjaði að kyrkja hana með báðum höndum. Hún gat öskrað til að byrja með og óttaðist um líf sitt og taldi [Keir] hafa ætlað að drepa hana þar sem hann beitti miklum krafti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -