Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Maðurinn sem lést eftir hákarlaárás var 35 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem lést eftir hákarlaárás í Ástralíu hét Simon Nellist og var 35 ára Breti. Simon þekkti ströndina vel og var að æfa fyrir sjósundkeppni þegar slysið varð. Vitni horfðu hjálparvana á hárkarlinn draga líkama Simons undir sjávarborð og sjóinn verða rauðan af blóði.

Árásin er sú fyrsta í sextíu ár í Sidney en ekki er algengt að hákarlar haldi sig svo nálægt ströndinni né að þeir ráðist á fólk.

„Allt sem tengist Simon tengist hafinu, okkur leið eins og trukkur hafi lent á okkur við fréttirnar af slysinu því hann var einn af þessum sem gera heiminn fallegri,“ segir Della Ross, vinkona Simon í samtali við 7NEWS.

Simon er sagður eiga unnustu og fjölskyldu í Bretlandi, áætlað brúðkaup Simon og unnustu hans var á næsta leyti.

Vitni segja þetta hafa verið hræðilega sjón og eflaust er þetta atvik sem fólk mun seint gleyma

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -