Föstudagur 6. september, 2024
10.6 C
Reykjavik

Maðurinn sem skaut Trump var tvítugur Repúblikani – Drap einn og særði tvo alvarlega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirvöld hafa birt nafn mannsins sem skaut á Donald Trump á kosningafundi hans í Butler, Pennsylvaniu í gær. Hann var skráður í Repúblikanaflokkinn.

Einn áhorfandi lést og tveir eru alvarlega slasaðir á spítala eftir að maður skaut fimm skotum á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaniu í gær. Trump fékk skot í eyrað og var drifinn í burtu af leyniþjónustufólki. Skotmaðurinn var felldur af leyniþjónustunni en hann hafði klifrað upp á þak í nálægð við fundinn og skaut þaðan með rifli sínum.

Samkvæmt Alríkislögreglunni hét skotmaðurinn Thomas Matthew Crooks, en hann var tvítugur íbúi Bethal Park, Pennsylvaníu, um 56 kílómetra frá bænum þar sem kosningafundurinn fór fram. Opinber gögn sýna að maðurinn hafi verið skráður í Repúblíkanaflokkinn en að hann hafi styrkt hóp tengdan Demókrataflokknum með lítilli fjárupphæð árið 2021.

Tomas Matthew Crook

Yfirvöld sögðust á blaðamannafundi ekki trúa því að það séu neinar frekari ógnir sem steðji að Trump, en að það sé enn virk rannsókn í gangi og of snemmt að segja með óyggjandi hætti að um árás eins manns hafi verið að ræða.

Í skotárásinni lést einn þátttakandi fundarins og tveir eru lífshættulega særðir, að sögn yfirvalda. Allir þrír voru fullorðnir karlmenn. Þó þeir hafi verið auðkenndir af yfirvöldum hefur þeim upplýsingum enn ekki verið deilt opinberlega.

Talsmaður Trumps sagði að Trump væri „fínn“ og leyniþjónustan sagði að hann væri öruggur. Forsetinn fyrrverandi sagði á samfélagsmiðlum að hann hafi fengið kúlu í „efri hluta hægra eyraðs“. Trump flaug snemma í morgun aftur til Newark, New Jersey.

- Auglýsing -

Joe Biden forseti var í Delaware þegar skotárásin átti sér stað, þar sem hann ætlaði að dvelja um helgina, en hann flaug aftur til Hvíta hússins snemma á sunnudagsmorgun svo hann geti haldið áfram að fá upplýsingar frá lögreglu. Áður sagðist hann hafa rætt við Trump og fordæmt skotárásina opinberlega.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -