Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Margir særðir eftir skotárás á geðsjúkrahúsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill viðbúnaður er í New Hampshire fylki eftir að skotárás átti sér stað á sjúkrahúsi í bænum í gærkvöld. Fjöldi fólks særðist í árásinni en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látist.

Lögregluyfirvöld gáfu frá sér tilkynningu þar sem fram kom að árásin hafi átt sér stað í borginni Concord upp úr klukkan níu að staðartíma. Í kjölfarið var spítalinn rýmdur en lögregla er enn á vettvangi. Sjúkrahúsið sem um ræðir er ríkisrekið geðsjúkrahús fyrir fullorðna og það eina sinnar tegundar í borginni. Þá greindi lögregla frá því opinberlega að árásarmaðurinn væri látinn. Hann er aðeins sagður hafa komist inn í anddyri stofnunarinnar þar sem hann hafi sært nokkurn fjölda fólks en aðrir sjúklingar væru nú óhultir á öðrum stað.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -