Mikill viðbúnaður er í New Hampshire fylki eftir að skotárás átti sér stað á sjúkrahúsi í bænum í gærkvöld. Fjöldi fólks særðist í árásinni en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látist.
Lögregluyfirvöld gáfu frá sér tilkynningu þar sem fram kom að árásin hafi átt sér stað í borginni Concord upp úr klukkan níu að staðartíma. Í kjölfarið var spítalinn rýmdur en lögregla er enn á vettvangi. Sjúkrahúsið sem um ræðir er ríkisrekið geðsjúkrahús fyrir fullorðna og það eina sinnar tegundar í borginni. Þá greindi lögregla frá því opinberlega að árásarmaðurinn væri látinn. Hann er aðeins sagður hafa komist inn í anddyri stofnunarinnar þar sem hann hafi sært nokkurn fjölda fólks en aðrir sjúklingar væru nú óhultir á öðrum stað.