Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Margverðlaunaði fréttaþulurinn Chauncy Glover er látinn: „Heimurinn er daufari án hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Emmy-verðlaunaði fjölmiðlamaðurinn og kvöldfréttaþulurinn Chauncy Glover, er látinn, samkvæmt tilkynningu frá fjölskylda hans. Hann var 39 ára gamall.

„Við, Sherry og Robert Glover, ásamt ástkærri fjölskyldu Chauncy, erum niðurbrotin vegna ólýsanlegs missis ástkæra Chauncy okkar,“ skrifaði Glover fjölskyldan í yfirlýsingu til KCAL í Los Angeles, þar sem hann starfaði sem fréttaþulur. „Hann var meira en sonur og bróðir, hann var ljósið í lífi okkar og sönn hetja samfélags síns.“

Fjölskylda Chauncy minntist starfa hans fyrir utan fréttastofuna, þar á meðal The Chauncy Glover Project, leiðbeinandaprógramm sem hann bjó til, eftir að hafa orðið vitni að dauða unglings þegar hann var að sinna verkefni í Michigan, fyrir unga menn í fátækrahverfum en prógrammið hjálaði þeim að klæða sig til árangurs. og verða, eins og hann sagði á vefsíðu samtakanna, „siðferðisleiðtogar samfélagsins“.

Og það er ástríða hans fyrir að byggja upp samfélagið sem fjölskylda hans lítur á sem arfleifð hans.

„Samhyggð Chauncy og hollusta hans við að hjálpa öðrum, sérstaklega í gegnum Chauncy Glover Project, breytti óteljandi lífum og hvatti svo marga unga menn til að elta drauma sína,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu hans. „Hæfni hans, hlýja og sýn settu mark sitt á alla sem þekktu hann og heimurinn er daufari án hans.“

Ástvinir hans bættu við: „Á meðan við syrgjum þennan djúpa missi, huggum við okkur við  minningarnar og ástina sem flæðir frá þeim sem þekktu Chauncy sem ástríðufullu, hæfileikaríku sálinni sem hann var. Við biðjum vinsamlega um næði á meðan við syrgjum og heiðrum ótrúlega arfleifð hans. Hann var tekinn frá okkur allt of fljótt, en áhrif hans vara að eilífu.“

- Auglýsing -

Dánarorsök hans hafa ekki verið kunngjörð.

Chauncy, fæddur í Montgomery, Alabama, byrjaði sem leikari og kom fram í nokkrum Off-Broadway leikritum áður en hann hóf feril sem hvatningarfyrirlesari. Chauncy hóf fréttaferil sinn í Columbus, Georgíu, áður en hann flutti til Jacksonville, Flórída, og síðan til Detroit, Michigan, þar sem hann vann til þriggja Emmy-verðlauna fyrir fréttaflutning sinn.

Hann gekk til liðs við KCAL í Los Angeles í október 2023. Ástríðu hans fyrir fréttamennsku kviknaði á unga aldri og með hjálp föður síns gat hann lifað þann draum.

- Auglýsing -

„Ég vissi að þetta var eitthvað sem mig langaði alltaf að gera,“ sagði Chauncy áður við KCAL. „Pabbi minn smíðaði fyrir mig lítið fréttaskrifborð þegar ég var fimm ára og á hverjum sunnudegi eftir kirkju flutti ég litla fréttatímann minn. Ég hef alltaf haft áhuga á að lesa og skrifa og segja sögur og halda fólki upplýstu. Svo ég vissi að þetta var eitthvað sem mig langaði að gera snemma og það er ástríða.“

E News! sagði frá andlátinu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -