Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson hlaut dóm fyrir að hrækja á ljósmyndara.
Tónlistarmaðurinn umdeildi Marilyn Manson var nýlega dæmdur fyrir að hrækja á og snýta sér á ljósmyndara sem var að vinna á tónleikum sem hann hélt. Samkvæmt lögregluskýrslu tróð söngvarinn andlitinu upp við myndavél ljósmyndarans og spýtti „stórum hráka“. Síðar á tónleikunum nálgaðist hann ljósmyndarann, lokaði fyrir aðra nösina og snýtti horslummu á hann. Einnig er greint frá því í skýrslunni að söngvarinn hafi í framhaldi bent á og hlegið að ljósmyndarnum eftir atvikið.
Fyrir þetta var Manson dæmdur til að sinna 20 tíma samfélagsþjónustu.