Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Mario kveður: „Þið eruð öll númer eitt í mínu hjarta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Charles Martinet sem hefur leikið Mario síðan árið 1991 hefur tekið ákvörðun um að hætta að tala fyrir tölvuleikjahetjuna.

Það þarf nú varla að kynna Mario fyrir lesendum en hann er líklega þekkasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Síðan árið 1991 hefur leikarinn Charles Maritnet talað fyrir persónuna ásamt því að tala við bróðir hans Luigi og fleiri persónur í Mario-heiminum. Mætti það harðri gagnrýni þegar tilkynnt var að hann myndi ekki tala fyrir Mario í kvikmyndinni um samnefndan kappa sem kom út fyrir stuttu. Nú hefur leikarinn tilkynnt það á Twitter að hann muni ekki tala fyrir Mario lengur en mun gegna starfi sem hálfgerður talsmaður persónunar fyrir hönd tölvuleikjarisans Nintendo, sem framleiðir Mario-leikina. Ekki hefur verið tilkynnt hver muni taka við sem rödd Mario.

„Nýja ævintýrið mitt er að byrja, þið eruð öll númer eitt í mínu hjarta,“ skrifaði leikarinn á Twitter.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -