Mánudagur 27. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Marius Høiby handtekinn grunaður um nauðgun: Réttargæslumaður Ingunnar verjandi meints fórnarlambs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Osló hefur nú víkkað út rannsókn sína á Marius Borg Høiby og handtók hann í gær vegna meintrar nauðgunar. Samkvæmt Nettavisen átti nauðgunin að hafa átt sér stað í vor á þessu ári. Høiby er stjúpsonur krónprins Noregs.

Lögmaður meints fórnarlambs er Hege Salomon, en hún er einnig réttargæslumaður Ingunnar Björnsdóttur, dósents í lyfjafræði við Oslóarháskóla, sem stungin var af nemanda sínum í ágúst í fyrra.

Segir Salomon að skjólstæðingur sinn eiga erfitt.

„Hún vill ekki tjá sig um málið. Hún hefur ekki leitað að athygli, skrifar Hege Salomon, sem er skipaður lögmaður meints fórnarlambs, í SMS til Nettavisen.“

Segir hún einnig að það hafi verið lögreglan sem opnaði málið og skjólstæðingur sinn hefði ákveðið að vinna með henni.

Salomon segir við Nettavisen að konan hafi ekki verið í neinu samband við Høiby fyrir brotið og að hún þekki heldur ekki hinar þrjár konurnar í sakamálinu gegn Høiby.

- Auglýsing -

Høiby var handtekinn af lögreglu seint á mánudagskvöld og situr nú í fangageymslu í hverfinu Greenland. Með honum í bílnum var sú kona sem hann er grunaður um að hafa beitt ofbeldi í ágúst á þessu ári.

Í fréttatilkynningu í morgun sagði lögreglan:

„Lögreglan hefur rýmkað ákærur á hendur Marius Borg Høiby. Ákæran hefur verið rýmkuð þannig að hún taki einnig til eins skilyrðis fyrir broti á b-lið 291. gr. almennra hegningarlaga, sem gildir um kynferðismök við einhvern sem er meðvitundarlaus eða getur af öðrum ástæðum ekki staðið gegn verknaðinum,“ skrifar lögreglan. 291. greinin fjallar um nauðgun. Bætti hún við: „Það sem lögreglan getur sagt um nauðgunina er að hún varðar kynferðismök án samræðis. Fórnarlambið er sagt hafa ekki getað staðist verknaðinn“, skrifar lögreglan ennfremur.

- Auglýsing -

Enn sem komið er hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort Høiby verði sendur í fangelsi, á meðan málið er rannsakað, segir lögreglan.

Marius Borg Høiby var handtekinn 4. ágúst á þessu ári eftir að lögreglan fór á heimili á Frogner í Ósló í tengslum við ofbeldisverk. Høiby var þá ákærður fyrir skemmdir og fyrir líkamsmeiðingar á þáverandi kærustu sinni og hefur viðurkennt að hafa beitt ofbeldi og eyðilagt hluti meðan hann var undir áhrifum áfengis og kókaíns. Lögreglan hefur nú rýmkað ákæruna þannig að hún taki einnig til ofbeldis í nánum samböndum gegn þessari konu.

Eftir þessa fyrstu ákæru viðurkenndi Høiby ofbeldi og fíkniefnaneyslu. Eftir þetta sögðu fyrrverandi kærustur hans, Juliane Snekkestad og Nora Haukland, bæði opinberlega og lögreglu að þær hefðu verið beittar ofbeldi af hálfu Høiby. Hann var síðar ákærður fyrir ofbeldi í nánum samböndum gegn þessum konum.

Í september var ákæran rýmkuð þannig að hún næði til gáleysislegrar hegðunar og brots á nálgunarbanni, auk frekari líkamsmeiðinga. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa hótað öðrum manni.

Lögfræðingurinn John Christian Elden, sem er lögfræðingur Noru Haukland, segir við Nettavisen að nýja rýmkunin snerti skjólstæðing hans ekki.

„En okkur skilst að rannsóknin muni dragast á langinn,“ segir Elden.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -