Háskóla- og læknadeildir í Norður- og Suður-Ameríku hafa rannsakað fylgni á milli unninna matvæla og slakrar andlegrar heilsu.
Niðurstöður benda til þess að þeim mun meira sem matvæli eru unnin þeim mun minna af nauðsynlegum næringarefnum innihalda þau og jafnframt að þau innihaldi meira af aukaefnum á borð við bragð- og litarefni.
Svo segir í grein á Psychology Today.
UPF (ultra processed foods) eða ofurunnin matvæli, eru almennt fljótleg og auðveld í undirbúningi og/eða jafnvel seldar sem fulleldaðar máltíðir. Ofurunnin matvæli eru oft ódýrari en hrein fæða, sérstaklega þegar þau eru seldar undir vörumerki verslana. Það útskýrir hvers vegna meira en 70 prósent allra pakkaðra matvæla sem seld eru í Bandaríkjunum eru talin UPF, og þessar matvörur eru um það bil 60 prósent af öllum hitaeiningum sem neytt er þar ytra.
Rannsóknin er byggð á gögnum sendum frá 10 þúsund körlum og konum eldri en 18 ára.
Vinsælustu ofurunnu matvælin:
- Sykraðir drykkir
- Unnar kjötvörur t.d. álegg
- Snakk
- Franskar
- Morgunkorn
- Kökur
- Kaka
- Brauð
Rannsakendur söfnuðu einnig gögnum frá þátttakendum til að mæla þrjú sérstök geðheilsueinkenni: Vægt þunglyndi, fjöldi daga sem þátttakendur upplifðu kvíða og fjölda daga þar sem þeir fundu fyrir skertri andlegri heilsu. Rannsakendur komust að því að þeir þátttakendur sem neyttu mest ofurunninna matvæla voru með marktækt hærra hlutfall af vægu þunglyndi og kvíða.
Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að aukaefni í matvælum sem notuð eru í ofurunnin matvæli, eins og gervisætuefni og ýruefni, eru tengd breytingum í heila, auknum bólgum og breyttum efnaskiptum. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk sem skortir nauðsynleg næringarefni í mataræði sínu og neytir mikils magns sykri er í meiri hættu á að fá þunglyndi og kvíða en þeir sem borða hollara og hreinna mataræði, svo sem Miðjarðarhafsmataræði sem gengur út á að borða náttúrulega og næringarríka fæðu, svo sem sjávarfang, grænmeti, ólífuolíu, belgjurtir og hnetur.