Linda Kasabian, fylgjandi Manson hópsins er látin, 73 ára að aldri. Manson hópurinn myrti leikkonuna Sharon Tate auk sex annarra árið 1969 en þá var Linda títug að aldri. Morðin skóku heiminn og hefur öfgahópur Manson verið talinn einn sá hrottalegasti fyrr og síðar. Linda fékk það verkefni að standa vörð fyrir utan hús leikkonunnar og gæta þess að enginn nálgaðist svæðið. Við rannsókn málsins féllst Linda á að bera vitni í málinu gegn friðhelgi frá lögsókn. Vitnisburður Lindu var sagður skipta höfuðmáli þegar meðlimir hópsins voru sakfelldir. Linda breytti nafni sínu í kjölfar málsins og fór huldu höfði restina af ævinni þar til hún lést í Washington ríki nýverið.