Mánudagur 18. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Meðlimur Pussy Riot kærður fyrir „falsfréttir“ um stríð Rússa: „Ég tek á móti hamingjuóskum!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útgefandi Mediazona fréttamiðilsins og meðlimur Pussy Riot, Pyotr Verzilov hefur verið kærður fyrir dreifingu á „falsfréttum“ um stríðið í Úkraínu.

Meduza segir að miðill Verzilov hafi sagt frá því að dómsmálið gegn honum byggist á færslum sem hann birti á samfélagsmiðlum um drápin á borgurum í Bucha, Úkraínu. Samkvæmt rannsóknum yfirvalda hafi færslurnar „hafi skapað raunverulega ógn við myndun rangrar skoðunar meðal borgaranna um tilgang og markmið „sérstöku hernaðaraðgerðarinnar“ og þar með „skaðað hagsmuni rússneska ríkisins“.“

Verzilov yfirgaf Rússland seint á árinu 2020. Nú er hann staddur í Úkraínu þar sem hann tekur upp heimildarmynd um rússnesku innrásina.

Í dag birti hann færslu á Twitter þar sem hann segir: „Ég er í hinni frjálsu úkraínsku borg, Bakhmut og ég var að komast að: það er dómsmál gegn mér fyrir að „dreifa falsfréttum um rússneska herinn“ vegna færsla minna um Bucha. Ég tek á móti hamingjuóskum!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -