Meghan Markle virtist buguð af sorg við jarðarför Elísabetar II drottningar í gær. Náðist myndband af því er hertogaynjan af Sussex felldi tár en milljónir manna, um allan heim, horfðu á sögulega ríkisútför drottningarinnar.

Meghan gekk við hlið meðlima konunglegu fjölskyldunnar í minningarathöfninni, ásamt eiginmanni sínum, Harry Bretaprins. Það var þá í síðustu viku er Meghan virtist einnig tilfinningaþrungin við guðsþjónustuna sem tileinkuð var drottningunni í Westminster Hall.
Hún sást draga djúpt andann þegar kistan fór fram hjá henni og sneri sér undan í lok guðsþjónustunnar. Jarðarförin fór fram í Westminster Abbey, þar sem erkibiskupinn af Kantaraborg lýsti drottningunni sem konu sem hafði snert „fjölmörg mannslíf“.