Ónefndur 67 ára gamall maður var skotinn til bana af lögreglu í bænum Tuwila nærri Seattle í Washington-fylki í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Maðurinn var grunaður barnaníðingur og var maðurinn skotinn fyrir utan hótelherbergi í bænum en hann hélt að tvær stúlkur, 11 og 7 ára, biðu hans inn á herberginu. Þegar hann mætti fyrir utan hótelherbergið létu lögreglumenn til skara skríða og þegar maðurinn áttaði sig á hvað var að gerast dró hann upp byssu og var hann í kjölfarið skotinn. Maðurinn lést svo að af sárum sínum. Einn lögreglumaður varð fyrir skoti en eru áverkar hans ekki taldir alvarlegir. Hægt er að horfa á myndband af atvikinu hér fyrir neðan.