Þriðjudagur 29. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Metfjöldi fjölmiðlamanna drepinn á Gaza: „Á sér enga hliðstæðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dráp fjölmiðlamanna á Gaza á sér enga hliðstæðu að sögn eftirlitsstofnun fjölmiðlafrelsis.

Nefnd um vernd blaðamanna (e. The Committee to Protect Journalists (CPJ)), sagði í gær að 68 blaða- og fréttamenn hafi verið drepnir síðan stríð Ísraels og Hamas hófst 7. október, 61 Palestínumaður, fjórir Ísraelar og þrír Líbanar.

„Fleiri blaðamenn hafa verið drepnir á fyrstu 10 vikum stríðsins en nokkru sinni hafa verið drepnir í einu landi á heilu ári,“ sagði CPJ í yfirlýsingu.

„Meira en helmingur dauðfallanna, 37, urðu á fyrsta mánuði stríðsins, sem er mesta mannsfall fjölmiðlafólks á einum mánuði, frá því að CPJ hóf að skrá dauðsföll fjölmiðlafólks árið 1992,“ stóð einnig í yfirlýsingunni.

Palestínskir fréttamenn á Gaza halda, þrátt fyrir allt, áfram störfum við hrottalegar aðstæður, undir stöðugum sprengjuárásum, tilfærslum á íverustöðum og undir stöðugum ótta um að þeir séu möguleg skotmörk ísraelskra hersveita.

„Tíðni fjölmiðlamanna sem drepist hafa í stríðinu milli Ísraels og Gaza á sér enga hliðstæðu í sögu CPJ og undirstrikar hversu alvarlegt ástandið er fyrir fjölmiðla á vettvangi,“ sagði forseti CPJ, Jodie Ginsberg. „Palestínskir blaðamenn halda áfram að skrifa fréttir, þrátt fyrir að þeir óttist um líf sitt.“

- Auglýsing -

Fjöldi blaðamanna sem drepnir eru á Gaza er meiri en á öðrum átakasvæðum eins og Úkraínu, Írak, Sýrlandi og Afganistan.

Fram kemur hjá CPJ að Írak sé eina landið sem komist hefur nálægt fjölda dauðra fjölmiðlamanna en árið 2006 höfðu 56 látið lífið síðan Bandaríkin réðust ólöglega á landið þremur árum áður.

Á dögunum lést myndatökumaður Al Jazeera, Samer Abudaqa í flygildaárás Ísraelshers en fréttastofan hefur tilkynnt að hún muni senda drápið á honum til Alþjóðaglæpadómstólsins, en fram kom í tilkynningunni að árásin hafi átt sér stað í samhengi við „endurteknar árásir á starfsfólk fréttastofunnar, sem starfar á hernumdu svæðum Palestínu.“

- Auglýsing -

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -