Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Micah Richards sagt að þegja í knattspyrnuþætti: „Mynduð þið borga fyrir að horfa á Brest?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Micah Richards átti erfitt með sig þegar hann var beðinn um að þegja á meðan ræða átti um liði Brest í breskum knattspyrnuþætti í gærkvöldi en liðið mætti Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Þáttastjórnandi knattspyrnuþáttarins, Kate Abdo byrjaði á að segja Micah, sem lék á sínum ferli með Manchester City og Aston Villa, að hann mætti ekki tjá sig á meðan hún ræddi við knattspyrnugoðsagnirnar Thierry Henry og Jamie Carragher um gengi Brest í Meistaradeildinni en liðið hefur komið mörgum hressilega á óvart í keppninni. Ástæðuna fyrir þagnarskyldunni sagði Kate vera þá að Micah væri ekki treystandi til að ræða um Brest á faglegan hátt en nafnið á liðinu minnir óneitandlega á enska orðið Breast, sem á íslensku þýðir brjóst.

Við tók síðan drepfyndin umfjöllun þeirra Kate, Thierry og Jamie sem léku sér að því að tala um liðið í tvíræðnum tón og Micah engdist um á meðan.

Kate: „Eftir fjóra leiki, hverjum hér líkar við Brest?“ Bæði Thierry og Jamie voru fljótir að rétta upp hönd. Jamie bætti við: „Mér líkar formið á þeim“. Bætti síðan við og beindi orðum sínum að Thierry: „Heldurðu að það verði tveir frammi í kvöld hjá þeim?“ Thierry svaraði: „Já, tvö stór pör …“.

Kate: „Mig langar að vita, hversu mikið hafið þið gaman af að horfa á Brest? Mynduð þið borga fyrir að horfa?“ Jamie: „Ég hef gert það“. Á þessu augnabliki á Micah afar erfitt með að springa ekki úr hlátri en nær að halda hlátrinum inni en Jamie hins vegar springur. Thierry segir þá: „Ég verð að bæta við að stærðin skiptir ekki máli, þau geta verið lítil [liðin] en samt staðið fyrir sínu“.

Kate: „Haldið þið að Brest sjáist í leiknum í kvöld?“

- Auglýsing -

Jamie: „Ég vona það!“

Kate: „Haldið þið að Barcelona komist fljótt yfir Brest í kvöld?“

Jamie: „Úff, ég held að þú hafir farið yfir strikið þarna!“

- Auglýsing -

Við þetta springur Micah loksins og sagði: „Þið eruð að reyna að láta reka mig!“

Hér má sjá hið óborganlega myndskeið af fíflaskapnum:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -