Laugardagur 18. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Milljarðaerfingi fannst myrtur eftir að hafa farið út að skokka: „Liza hefur snert hjörtu margra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leitin að hinni týndu Eliza Fletcher, sem rænt var þann 2. september er hún fór út að skokka, endaði á mánudaginn er lík hennar fannst. Lögreglan hefur grunaðan morðingja í haldi.

Eliza Fletcher var leikskólakennari og erfingi mikilla auðæfa en afi hennar, sem var byggingavöru auðjöfur, lést fyrir nokkrum árum. Var hún einungis 34 ára gömul og lætur eftir sig tvö börn.

Blessuð sé minning Elizu

Konunni var rænt er hún fór út á skokka á föstudaginn síðastliðinn en á myndbandsupptöku sést karlmaður neyða hana inn í svartan GMC Terrain bíl. Lögreglan í Memphis staðfesti á Twitter að lík hennar hafi fundist í fyrradag. Dánarorsök hafa ekki verið gefin út.

Daginn eftir að henni var rænt tilkynnti lögreglan að búið væri að finna bifreiðina sem leitað var að og ökumaðurinn tekinn í yfirheyrslu. Sama dag gaf fjölskylda Elizu út yfirlýsingu þar sem lofað var rúmum sjö milljónum gegn því að hún yrði endurheimt heil á húfi.

„Liza hefur snert hjörtu margra,“ sagði frændi hennar, Michael Keeney. „Fjölskyldan hefur hitt lögregluna og við höfum gefið henni allar þær upplýsingar sem við höfum. Meira en nokkurt annað viljum við fá Lizu aftur heim, heila á húfi.“

Þann fjórða september tilkynnti lögreglan í Memphys að hinn 38 ára Cleotha Abston hafi verið kærður fyrir mannrán og fyrir að eiga við sönnunargögn í tengslum við hvarf Elizu. Eftir að lögreglan bar kennsl á lík konunnar, bættist morðkæra við.

- Auglýsing -

Við rétt í gær sagði Abston dómaranum að hann hefði ekki efni á lögmanni og fékk hann því úthlutaðan lögmann frá Ríkinu. Dómarinn hefur sett ansi hátt tryggingarfé á Abston eða 72.425.100 króna. Mun hann mæta í réttarsalinn í dag þar sem morðkæran verður lesin yfir honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -