Enska kaupsýslu- og athafnakonan, Hilary Devey er látin, 65 ára að aldri. Breski fréttamiðillinn Sky news greindi frá andlátinu en lést hún í Marokkó eftir langa baráttu við veikindi.
Hilary fæddist í Bolton árið 1957. Hún var þekkt fyrir fjárfestingaþættina Dragons‘ Den á sjónvarpsstöðinni BBC en síðar varð hún kynnir í þáttaröðinni The Intern á Channel 4. Árið 2013 hlaut Devey CBE ( Commander of the Order of the British Empire) verðlaunin sem eru þau hæst settu að undanskildum „riddaraorðum“.
Peter Jones, Theo Paphitis, Deborah Meaden og Duncan Bannatyne, minnast Devey og segja hana skilja eftir sig ótal frábærar minningar.