Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Minnst 16 látnir eftir loftárás á markað: „Þessa rússnesku illsku þarf að sigra sem fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti 16 er látnir eftir loftárás á Úkraínsku borgina Kostyaantynivka.

BBC segir frá því að forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, sem kennir Rússum um árásina, segji að þeir látnu hafi verið „fólk sem gerði ekkert af sér“ og varaði við að tala látinna gæti hækkað.

Kostyantynivka er staðsett í austurhluta Donetsk-héraðs og er nálægt framlínu stríðsins.

Unnið í rústunum.

„Þessa rússnesku illsku þarf að sigra sem fyrst,“ sagði Zelensky ennfremur. Yifirvöld í Moskvu hafa ekki enn tjáð sig um ásakanirnar.

Af þeim 16 sem létust er eitt barn en talið er að minnsta kosti 28 önnur hafi særst.

„Allar þjónustur eru virkar,“ sagði forsætisráðherra landsins, Denys Shmyhal og bætti við: „Búið er að hemja eldinn.“

- Auglýsing -

Meðal þess sem loftskeytin hæfðu var markaður, verslanir og apótek. Myndskeið sem virðist sýna sprenginguna og blóðugan eftirleik hennar, hefur farið manna á milli á samfélagsmiðlum en árásin gerðist á fjölfarinni götu þar sem fólk fjölmennti á markaðstorg og kaffihús.

Rannsókn á árásinni hefur verið sett af stað af yfirvöldum Úkraínu en skrifstofa ríkissaksóknara landsins sendi frá sér tilkynningu þar sem sagt var að árásin sé „glæparannsókn á brotum á lögum og venjum stríðs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -