Föstudagur 21. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Minnst þrír Palestínumenn drepnir á Gaza – Sonur bæjarstjóra í Líbanon myrtur í drónaárás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að minnsta kosti þrír Palestínumenn hafa verið drepnir og 11 særðir í árásum Ísraelshers víðsvegar um Gaza síðasta sólarhringinn og einn til viðbótar lést af sárum sem hann hlaut í fyrri árás Ísraelsmanna, að sögn heilbrigðisráðuneytisins.

Tvö lík til viðbótar voru einnig tekin undan rústum síðastliðinn dag, segir í yfirlýsingunni.

Nú er tala myrtra á Gaza frá 7. október, komin upp í að minnsta kosti 61 þúsund manns, meirihluti þeirra konur og börn og minnst 111,733 hafa særst.

Drónaárás í Líbanon

Einn maður var drepinn í ísraelskri drónaárás á ökutæki í þorpinu Aita al-Shaab í suðurhluta Líbanon, nálægt landamærunum að Ísrael.

Ríkisfréttastofan í Líbanon staðfesti morðið og greindi einnig frá því að að minnsta kosti tveir hafi særst hvor í sínu lagi í bænum Wazzani eftir að ísraelskir hermenn hófu skothríð.

- Auglýsing -

Líbanskir ​​heimildarmenn staðfestu ekki strax hver hinn látni væri, en útvarp ísraelska hersins, sem vitnar í öryggisheimildir, sagði að skotmarkið væri liðsmaður Hizbollah.

Maðurinn, sem sagður er vera sonur bæjarstjórans þorpsins, ók bíl sínum nálægt landamærunum þegar árásin átti sér stað. Eiginkona hans særðist alvarlega í árásinni.

- Auglýsing -

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -