Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Mismæli forsætisráðherra Svíþjóðar: „Ísrael hefur rétt á að fremja þjóðarm… á að verja sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsætisráðherra Svíþjóðar var næstum því búinn að segja að Ísraelar hafi rétt á að fremja þjóðarmorð.

Samfélagsmiðlar loga í Svíþjóð eftir að forsætisráðherra landsins, Ulf Kristersson mismælti sig á opnum fundi í Gautaborg í gær en þar var hann staddur ásamt fjármálaráðherra landsins, Elisabeth Svantesson. Ulf stóð á sviðinu og svaraði spurningum úr sal. „Ísrael hefur rétt á að fremja þjóðarm,“ sagði Ulf en leiðrétti sig svo: „ … á að verja sig.“ Viðbrögð úr salnum voru þau að fólk hóf að hrópa „Hefur Ísrael rétt á þjóðamorði?“

Myndband náðist af hinu vandræðalega atviki og birtist á Instagram. Sú sem birti myndskeiðið skrifaði eftirfarandi texta: „Freudísk mismæli ársins? Allir sem kunna sænsku vita hvað hann var að fara að segja. Þetta eru ekki „falsfréttir.“ Þetta er hárrétt þýðing. Ég skammast mín og er skelfingu lostin inn að kjarna.“

Ísraelski herinn hefur drepið um 14.319 Palestínumenn frá 7. október, þar af um 5.650 börn. Þá eru 33.000 slasaðir í Palestínu, þar af 70 prósent börn. Alls eru 6.800 Palestínumanna saknað. Hamas-liðar hafa drepið að minnsta kosti 1.200 Ísraela.

Hér má sjá myndskeiðið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -