Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Missti fimm mánaða tvíbura sína í loftárás Ísraela: „Ég fékk ekki nóg af þeim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það tók Raniu Abu Anza 10 ár og þrjár umferðir af tæknifrjóvgun að verða ólétt en aðeins nokkrar sekúndur að missta fimm mánaða gömlu tvíbura sína, strák og stelpu.

Ísraelski herinn gerði árás á heimili stórfjölskyldu hennar í Rafah í suðurhluta Gaza seint á laugardag, og drápu börn hennar, eiginmann og 11 aðra ættingja og níu til viðbótar er saknað undir rústunum, að sögn eftirlifenda og heilbrigðisyfirvalda á staðnum.

Árásin

Hún hafði vaknað um tíuleytið til að gefa Naeim, stráknum, brjóst og fór aftur að sofa með hann á öðrum handleggnum og Wissam, stelpuna, á hinum. Maðurinn hennar svaf við hlið þeirra.

Sprengingin kom einum og hálfum klukkutíma síðar. Húsið hrundi.

„Ég öskraði eftir börnunum mínum og eiginmanni,“ sagði hún í gær við AP fréttastofuna, þar sem hún grét og ruggaði sér haldandi barnateppi þétt upp að sér. „Þau voru öll dáin. Faðir þeirra tók þau og skyldi mig eftir.“

- Auglýsing -

Hún lokaði augunum, hallaði höfðinu að veggnum og klappaði teppabúntinu með róandi látbragði, sem hún hafði loksins fengið tækifæri til að sýna.

Loftárásir Ísraelshers hafa reglulega lent á fjölmennum fjölskylduheimilum frá því stríðið hófst á Gaza, jafnvel í Rafah, sem Ísrael lýsti sem öruggu svæði í október en er nú næsta skotmark hrikalegra árása þeirra.

Loftárásirnar koma oft án viðvörunnar, vanalega um miðja nótt.

- Auglýsing -

Ísraelar segjast reyna að forðast að skaða óbreytta borgara og kenna herskáum armi Hamas um dauða þeirra og segja þá staðsetja bardagamenn, jarðgöng og eldflaugaárásir í þéttum íbúðahverfum. En herinn tjáir sig sjaldan um einstaka árásir, sem oft drepa konur og börn.

Í gær tjáði herinn sig ekki um árásina en sagðist „fara eftir alþjóðalögum og geri raunhæfar varúðarráðstafanir til að draga úr skaða borgara.“

Af þeim 14 sem voru drepin í húsi Abu Anza, voru sex þeirra börn og fjögur þeirra konur, samkvæmt Dr. Marwan al-Hams, forstjóra spítalans sem líkin voru flutt í. Auk eiginmanns hennar og barna, missti Rania einnig systur sína, frænda sinn, ólétta frænku sína auk annarra ættingja.

Ættingi hennar, Farouq Abu Anza, sagði að um 35 manns hafi verið í húsinu, sum hver partur af þeim fjölmörgu sem misst höfðu heimili sín áður. Sagði hann fólkið hafa verið óbreytta borgara, að mestu börn og að enginn bardagamaður hafi verið meðal þeirra.

Reyndu í áratug

Rania og eiginmaður hennar, Wissam, bæð 29 ára, eyddu áratug í að reyna að eignast börn. Tvær tæknifrjóvganir höfðu mistekist en snemma á síðasta ári fengu þau þær fréttir að hún væri orðin ólétt, eftir þriðju tæknifrjóvgunina. Tvíburarnir fæddur 13. október.

Að hennar sögn var eiginmaður hennar, daglaunamaður, svo stoltur að hann krafðist þess að fá að skýra dóttur sína eftir honum.

„Ég fékk ekki nóg af þeim,“ sagði hún. „Ég sver að ég fékk ekki nóg af þeim.“

Minna en viku áður höfðu bardagamenn Hamas ráðist inn í suðurhluta Ísrael í óvæntri árás þar sem um 1200 manns var drepin, að mestu leiti óbreyttir borgarar. Þá voru 250 teknir í gíslingu, þar á meðal börn og ungabörn.

Örvænting

Ísrael svaraði með einni mannskæðustu og mest eyðileggjandi herferð í seinni tíð. Stríðið hefur drepið yfir 30.000 Palestínumenn, samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza. Um 80 prósent íbúa Gaza, sem eru 2,3 milljónir, hafa flúið heimili sín og fjórðungur íbúanna stendur frammi fyrir hungursneið.

Ráðuneytið sagði í síðasta mánuði að meira en 12.300 palestínsk börn og ungir unglingar hefðu verið drepnir í stríðinu, um 43 prósent af heildarfjölda látinna. Konur og börn samanlagt eru þrír fjórðu þeirra sem hafa látist. Ráðuneytið gerir ekki greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðsmönnum í tölum sínum.

Ísrael segist hafa drepið yfir 10.000 bardagamenn Hamas en hafa ekki sýnt neinar sannanir fyrir því.

Fyrir börnin sem lifa af hefur stríðið gert lífið að hreinu helvíti, segja mannúðarstarfsmenn, og að sem sum þeirra á norðurhluta Gaza séu óbjargandi.

„Vanmátturinn og örvæntingin meðal foreldra og lækna við að átta sig á því að björgunaraðstoð, í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð, er haldið utan seilingar, hlýtur að vera óbærileg, en enn verra eru angistaróp þessara barna sem deyja hægt og rólega frammi fyrir augum heimsins,“ sagði svæðisstjóri UNICEF, Adele Khodr, í yfirlýsingu í gær.

Fram að gærdeginum hafði Abu Anza fjölskyldan verið nokkuð heppin. Rafah hafði sloppið við hina gríðarleg eyðileggingu sem Norður-Gaza hlaut, sem og borgin Khan Younis í Suður-Gaza, þar sem Ísraelskir skriðdrekar og fótgönguliðar hafa barist blokk fyrir blokk, við vígamenn Hamas, eftir öldu loftárása. Þá er Rafah einnig hluti af sífellt minnkandi svæði þar sem enn er hægt að fá einhverja mannúðaraðstoð.

En Ísrael hefur sagt að Rafah sé næst og að um það bil 1,5 milljón manns sem sótt hefur þar skjól, verði fært annað, án þess að gefa upp hvert.

„Við höfum engan rétt,“ sagði Rania. „Ég missti fólkið sem var mér kærast. Ég vil ekki búa hér. Ég vil komast burt úr þessu landi. Ég er þreytt á þessu stríði.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -