Angela Dimmer, 78 ára amma frá Bristol missti tæp 40 kíló með einföldum breytingum á mataræði sínu sem hún deildi með breska blaðinu The Mirror.
„Ég naut þess að drekka. Rauðvín og hvítvín voru í uppáhaldi hjá mér. Ég drakk aldrei á mánudögum af því fólk segir að maður eigi að hafa einn þurran dag en ég drakk nokkur glös alla aðra daga vikunnar og stundum meira um helgar. Ég drakk örugglega fjórar flöskur af víni í hverri viku. Ég borðaði ekki sérstaklega óhollt en ég fékk mér stóra skammta og stundum fékk mér skyndibita eins og fisk og flögur eða McDonald’s morgunmat.“
Angela var um 110 kíló þegar hún tók ákvörðun um að bæta heilsu sína. Hún átti erfitt með gang og var nýgreind með sykursýki. Angela hætti að drekka áfengi og tók út mjólkurvörur og kartöflur. Angela passar upp á skammtastærðirnar og hreyfir sig reglulega, bæði með göngutúrum og vatnsleikfimi.
„Mér leið hræðilega í eigin skinni, notaði stóra fatastærð og átti erfitt með að finna mér föt sem mér líkaði. Nú get ég gengið inn í hvaða fataverslun sem er og fundið föt sem passa á mig“