Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Móðir og fjögur börn hennar drepin í loftárás Ísraela – Engin viðvörun send út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir og fjögur börn hennar voru myrt af Ísraelum í loftárás á Gaza.

Gaza er enn mjög virkt stríðssvæði þrátt fyrir að Ísraelsher hafi beint spjótum sínum æ meira að Líbanon undanfarið. Öll Gasaströndin hefur orðið fyrir linnulausum árásum Ísraela frá dögun.

Heimildir á staðnum greindu frá því að loftárás hafi verið gerð á hús sem tilheyrir Abu Samak fjölskyldunni í nágrenni við Al-Aqsa sjúkrahúsið í miðbæ Deir al-Balah, en í henni hafi fjögur börn á aldrinum fjögurra til átta ára og móður þeirra verið drepin og fjöldi særst, samkvæmt WAFA fréttastofunni.

Blaðamaður Al Jazeera fór á vettvang árásarinnar í morgun en nágrannar Abu Samak fjölskyldunnar staðfestu að engin viðvörun hafi verið send á fjölskylduna. Fólk hefur flúið svæðið af ótta við að það verði aftur skotmark Ísraelshers.

Samkvæmt blaðamanni Al Jazeera var hræðilegt um að lítast í líkhúsinu þar sem líkin höfðu verið raðað á jörðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -