Móðir og sjö börn létust í eldsvoða í norðurhluta Frakklands í bænum Charly-sur-Marne í nótt. Franskir fjölmiðlar greindu frá harmleiknum en nágrannar fjölskyldunnar gerðu slökkviliði viðvart um eldinn um klukkan eitt í nótt. Fjölskyldan var sofandi þegar eldurinn kom upp en náðu sjúkraflutningamenn að bjarga eiginmanni og föður barnanna út úr húsinu. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með alvarlega brunaáverka. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til fjórtán ára, tvær stúlkur og fimm drengir. Upptök eldsins eru enn óljós.