Mánudagur 3. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Morð Ísraela halda áfram á Vesturbakkanum – Yfir 20 íbúðir sprengdar í Jenin-flóttamannabúðunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísraelar hafa eyðilagt fjölmargar byggingar í hernumdu flóttamannabúðunum í Jenin á Vesturbakkanum, nokkrum klukkustundum eftir að hermenn þeirra drápu 73 ára gamlan mann, að sögn palestínska heilbrigðisráðuneytisins.

Talsmaður ísraelska hersins sagði að 23 byggingar hafi verið eyðilagðar á sunnudag í Jenín „til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamannvirki verði komið á þar“. Herinn sagðist einnig hafa drepið 50 palestínska bardagamenn á Vesturbakkanum síðan um miðjan janúar.

Fréttamenn Al Jazeera sögðu að sprengingarnar hafi sprengt íbúðarhús í ad-Damj hverfinu í búðunum. Þá greindi palestínska fréttastofan Wafa frá því að sprengingarnar hafi verið svo öflugar að þær heyrðust víðs vegar um borgina og í nærliggjandi bæjum.

Palestínska utanríkisráðuneytið fordæmdi eyðileggingu hersins á byggingum í Jenin og lýsti því sem „grimmilegu“. Mahmoud Abbas forseti óskaði eftir brýnum fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að stöðva eyðileggingu heilu íbúðarblokkanna í Jenin og Tulkarm búðunum.

Í öðru atviki í Arroub, á suðurhluta Vesturbakkans, drap ísraelski herinn 27 ára gamlan mann, að nafni Mohammed Amjad Hadoush, að sögn palestínska heilbrigðisráðuneytisins og palestínska Rauða hálfmánans.

Ísraelski herinn hóf stórsókn á hernumdu Vesturbakkanum í síðasta mánuði, sem hann kallar „Járnmúrinn“, sem beindist fyrst og fremst að því að ráðast á palestínska vopnaða hópa frá Jenin-svæðinu, að þeirra sögn, rétt eftir að vopnahlé við palestínsku Hamas-samtökin á Gaza gengu í garð 19. janúar.

- Auglýsing -

Stigmögnun árása

Sprengingarnar í gær marka stigmögnun þar sem Ísraelar fremja í auknum mæli óheftar árásir á palestínska innviði.

„Hljóðin eru skelfileg,“ sagði Henna al-Haj Hassan, íbúi Jenin, við Al Jazeera í síma um sprengingarnar. Hassan sagði að hún og aðrir íbúar Jenin hafi staðið frammi fyrir gengdarlausum árásum síðustu tvær vikur. Hún bætti við að útgöngubann væri í gildi, verslanir og önnur fyrirtæki lokuð.

- Auglýsing -

Forstjóri ríkissjúkrahússins í Jenin, Wisam Baker, sagði Wafa að sumir hlutar sjúkrahússins hafi skemmst vegna sprenginganna, en ekki er vitað um manntjón. Margar fjölskyldur eru nú á vergangi vegna niðurrifsins, sagði fréttastofan.

Ahmed Tobasi, annar íbúi í Jenín, sagði að húsin í Jenin-búðunum séu „ekki lengur íbúðarhæf“ vegna eyðileggingar Ísrael á innviði. „Ísraelski herinn þarf enga afsökun til að eyðileggja húsin okkar og flytja okkur burt,“ sagði Tobasi, sem hefur búið ævilangt í Jenín við Al Jazeera. „Þetta er mjög löng, gömul áætlun ísraelska hersins, sérstaklega fyrir [flóttamannabúðirnar] vegna þess að þeir vilja drepa og láta málstað Palestínu deyja.“

Hann bætti við: „Þannig að þetta snýst ekki um hryðjuverk; þetta eru venjulegt heimili, þar sem fólk býr, og þegar þú talar um eitt hús, þá er það í rauninni ekki ein fjölskylda sem býr þar. Í Jenin búðunum finnur þú eitt hús með þremur til fjórum fjölskyldum.“

Eldri maður og tveggja ára stúlka skotin til bana

Sprengingarnar áttu sér stað skömmu eftir að 73 ára gamall maður var drepinn í skotárás Ísraelshers í Jenin-flóttamannabúðunum, að sögn palestínska heilbrigðisráðuneytisins í gær, en um er að ræða nýjasta mannfallið í yfirgripsmiklum árásum Ísraela.

„Ísraelski herinn hefur sett upp marga vegatálma og aðrar eftirlitsstöðvar yfir hernumdum Vesturbakkanum og það hafa að minnsta kosti 27 Palestínumenn verið drepnir,“ sagði Hamdah Salhut hjá Al Jazeera. „Margir þeirra eru óbreyttir borgarar, þar á meðal tveggja ára stúlka sem var skotin í höfuðið þegar hún borðaði kvöldmat heima með fjölskyldu sinni, og 73 ára gamall maður skotinn af ísraelskum hermönnum í morgun.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -