Mánudagur 28. október, 2024
2.5 C
Reykjavik

Morðið á Rachel Morin – Lögreglan birtir myndskeið af morðingjanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Maryland er með DNA-sönnunargögn og myndskeið af morðingja fimm barna móðurinnar Rachel Morin, 37 ára, sem myrt var á þekktri gönguleið í Bell Air fyrir stuttu. Lögreglan hefur þó enn ekki borið kennsl á manninn. Rachel fannst nakin og illa barin eftir að hún hafði farið út að hlaupa á göngustígnum, nálægt heimili hennar.

Sjá einnig: Vendingar í morðmáli Rachel Morin – Hópur vitna stígur fram

Yfirvöld segja að DNA-sýni sem rannsakað var af lögreglunni í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, passi við DNA sem fannst á vettvangi innbrots og árás á unga stúlku í Los Angeles í mars. William Davis, yfirmaður hjá lögreglunni í Hartford-sýslu, sagði fréttamönnum frá málinu í gær.

„Því miður hefur ekki verið borin kennsl á þann grunaða, en hann skildi eftir DNA,“ sagði Davis á blaðamannafundinum. „Við teljum, byggt á DNA gögnunum, að maður sem náðist á myndbandsupptöku sem við fengum frá lögreglunni í Los Angeles, sé sá sem myrti Rachel Morin.“ Myndbandið má sjá hér.

Lögreglan birti myndskeið af hinum grunaða, þar sem hann er ber að ofan á leið út úr húsi sem hann er grunaður um að hafa brotist inn í. Honum er lýst sem rómönskum manni, um 175 sentimetri á hæð og um 75 kíló á þyngd.

- Auglýsing -

Davis sagði að á þessu stigi málsins, telji lögreglan að sá grunaði hafi verið einn að verki og hafi ekki þekkt Morin. Morðið virðist hafa verið „tilviljanakennt ofbeldisverk,“ að sögn Davis. Bætti hann við að lögreglan hefði „engar vísbendingar“ um það hver sá grunaði gæti verið.

Morin hvarf þann 5. ágúst eftir að hafa farið út að skokka á vinsælli gönguleið nærri heimili hennar í Bel Air. Lögreglan fann líkið af hinni fimm barna móður, nálægt stígnum næsta dag og sá strax að um morð var að ræða.

Ma og Pa göngustígurinn

Maður sem sagði að stjúpdóttir sín hefði fundið líkið, sagði fjölmiðlum að Morin hafi verið nakin og það hafi litið út eins og hún hefði verið barin ítrekar í höfuðið með þungum hlut og síðan dregin nakin í ræsi. Lögreglan hefur ekki staðfest þá frásögn.

- Auglýsing -

Einungis fjórum dögum fyrir morðið hafið Morin og 27 ára gamli kærasti hennar, Richard Tobin, gert samband þeirra opinbert á Facebook.

Stuttu eftir að Morin týndist fór Tobin í vörn en hann skrifaði við sambandsfærslu þeirra á Facebook að hann væri saklaus. „Ég elska Rachel, ég myndi aldrei gera henni neitt, leyfið fjölskyldunni og mér að syrgja. Já ég á mér fortíð en ég hef líka verið edrú í 15 mánuði og hef breyst sem manneskja. Ég bið ykkur,“ skrifaði hann. Tobin var þar að tala um langa sögu sína sem góðkunningi lögreglunnar en hann var meðal annars tvisvar sinnum handtekinn fyrir annars stigs líkamsárás, fyrir að brjóta nálgunarbann, fyrir skemmdir á eignum og fyrir vörslu eiturlyfja. Lögreglan staðfesti að Tobin hafi fyrst tilkynnt um hvarf Morin en að hann væri ekki grunaður um morðið.

„Ég vona að þeir finni skítseyðið,“ skrifaði Tobin á Facebook þegar lögreglan sagði frá nýjustu vendingum í máli Rachel. „Réttlæting fyrir Rachel. Hvíldu í friði. Elska þig Rach.“

Þrátt fyrir sambandið, sögðu heimildarmenn sem tengjast sólbaðsstofu sem Morin heimsótti oft, miðlinum The New York Post að hún hefði oft talað um að hún væri á fjöldi stefnumótasíða, rétt fyrir andlátið.

Morin rak sína eigin þrifaþjónustu og vinir hennar og ættingjar minnast hennar sem harðduglegrar móður, kærrar vinkonu og öfgamanneskju í líkamsrækt.

„Hún elskaði börnin sín, hún var hörkudugleg,“ sagði Matthew McMahon, faðir elsta barns Morin, við The Post. „Hún var harðdugleg einstæð móðir sem hafði gríðarlegan áhuga á líkamsrækt.“

Morin átti börnin fimm, sem eru frá 8 ára aldri til 18 ára, með þremur mismunandi mönnum. „Hún var mjög hlý og umfram allt elskaði hún börnin sín,“ sagði hin 69 ára Margaret Woltz en hún var einn af kúnnum Morin. „Hún ól þau upp mjög vel. Hún hafði sveigjanlegan vinnutíma sem gerði henni kleift að sjá til þess að vel væri séð um börnin öllum stundum.“

Fréttin er unnin upp úr frétt The New York Post.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -